Ísland í dag - Þrettán ára barn á biðlista þrátt fyrir ítrekaðar sjálfsvígstilraunir
„Það var fyrst fyrir tveimur árum að barnið okkar sagðist ekki vilja lifa lengur“ segir Harpa Henrysdóttir kennari á Ísafirði sem greindi nýverið frá þeim nöturlegum aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir. Hann var í síðustu viku útskrifaður af Barna og unglingageðdeild Landspítalans eftir stutta innlögn í kjölfar þriðju sjálfsvígstilraunar sinnar á síðustu 10 mánuðum. Harpa segir son sinn nauðsynlega þurfa á meðferðarinnlögn að halda, en samkvæmt upplýsingum sem Harpa fékk á Barna og unglingageðdeild getur sú bið tekið allt að tíu til tólf mánuði.