Trump hyggst funda með Selenskí og Pútin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt það til að hann mæti á fund Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, sem er fyrirhugaður í Tyrklandi á fimmtudag. Selenskí staðfesti í dag komu sína á fundinn en Pútín hefur ekki greint frá áætlunum sínum. Trump hefur þó ýjað að því að hann verði viðstaddur.