Ísland í dag - Jói Fel ástfanginn og fluttur í Hveragerði með nýtt ævintýri
Jói Fel er nýtrúlofaður og fluttur í Hveragerði þar sem hann er byrjaður á glænýju mjög spennandi verkefni. Jói eða Jóhannes Felixson eins og hann heitir fullu nafni er einn þekktasti bakari og kokkur landsins og hefur bæði gefið út bækur og verið með sjónvarpsþætti á Stöð 2. Nú eru hann og kærasta hans Kristín Eva Sveinsdóttir búin að kaupa sér mjög töff einbýlishús í Hveragerði þar sem Kristín Eva er nú orðin forstöðumaður á Litla Hrauni og Jói er að vinna að netmatreiðslubókinni eldabaka.is þar sem hann bæði eldar og bakar og tekur upp video og klippir saman efnið og setur á síðuna og er netsíðan þegar farin að vekja mikinn áhuga enda allt girnilegt og gott sem Jói eldar og bakar. Vala Matt fór til Hveragerðis og heimsótti Jóa í glænýtt hús þeirra og fékk að sjá hvernig hann vinnur nýja netverkefnið. Ekki missa af Íslandi í dag kl.18.55 strax á eftir fréttum og sporti.