Eyjamenn eygja smá von eftir sigurmark Eiðs

Í Kórnum tók HK á móti ÍBV frá Vestmannaeyjum. Eyjamenn róa lífróður í deildinni um þessar mundir og þurftu sárlega á sigri að halda til að vera í séns á að halda sæti sínu í deildinni fyrir lokaumferðina. Það var því ansi mikilvægt, markið sem Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði fyrir ÍBV á 30.mínútu. Reyndist þetta eina mark leiksins, ÍBV hélt til Eyja með stigin þrjú.

1587
00:43

Vinsælt í flokknum Besta deild karla