Magnús Eiríksson borinn til grafar
Magnús Eiríksson, einn dáðasti tónlistarmaður þjóðarinnar, var borinn til grafar í dag. Útförin var gerð frá Hallgrímskirkju en segja má að landslið tónlistarfólks hafi heiðrað minningu Magnúsar með tónlist í athöfninni. Þar á meðal voru nokkrir af nánustu samstarfsmönnum Magnúsar um árabil; eins og Ellen Kristjánsdóttir, Pálmi Gunnarsson og fleiri. Forsetahjónin voru í hópi þeirra fjölmörgu sem fylgdu Magnúsi síðasta spölinn, en hann lést í faðmi fjölskyldu sinnar 9. janúar eftir erfið veikindi. Magnús var einn merkasti laga- og textasmiður Íslendinga en verkin hans hafa fyrir löngu öðlast mikilvægan sess í hjarta þjóðarinnar.