Rannsókn lögreglu á Edition-málinu er lokið

Rannsókn lögreglu á Edition-málinu er nú lokið en feðgin fundust látin inni á hótelherbergi Edition-hótelsins í fyrrasumar. Rannsóknin tók 219 daga og er málið komið á borð héraðssaksóknara. Eiginkona hins látna, sem jafnframt er móðir stúlkunnar, var handtekin á vettvangi en í úrskurði Landsréttar frá því í sumar, sem nú hefur verið birtur, kemur fram að maðurinn hafi verið dauðvona og að sakborningurinn hafi sagst vilja hlífa dóttur sinni. Hún hafi ekki viljað að hún yrði ein eftir lifandi því sjálf hygðist hún svipta sig lífi.

0
00:44

Vinsælt í flokknum Fréttir