Meirihluti kennara samþykkir nýjan kjarasamning

Mikill meirihluti félagsmanna í Kennarasambandi Íslands samþykkti nýjan kjarasamning við ríki og sveitarfélög. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn lá fyrir rétt upp úr hádegi. Kjörsókn var 76 prósent og samþykktu tæplega 92 prósent þeirra samninginn. Nýr samningur gildir til 31. mars 2028.

8
01:32

Vinsælt í flokknum Fréttir