Mikill áhugi á kosningum í Grænlandi
Kjörstöðum í Grænlandi verður lokað eftir rúmar þrjár klukkustundir og reiknað er með lokatölum í nótt. Sjaldan ef nokkurn tímann hefur meiri áhugi verið á grænlenskum þingkosningum, enda hafa augu allra beint að landinu í kjölfar yfirlýsinga Bandaríkjaforesta um að leggja Grænland undir sig.