Sport

Elín fær sætið hennar Hólm­fríðar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Elín Elmarsdóttir Van Pelt er á leið á sína fyrstu Vetrarólympíuleika.
Elín Elmarsdóttir Van Pelt er á leið á sína fyrstu Vetrarólympíuleika. skí

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir mun ekki fara á Vetrarólympíuleikana vegna meiðslanna sem hún varð fyrir í síðasta mánuði. Elín Elmarsdóttir Van Pelt fær hennar sæti og keppir fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi.

Hólmfríður Dóra braut bein í sköflungi undir lok síðasta árs. Hún stefndi sjálf að því að fara á leikana en ákvörðun var tekin fyrir hana. Hún segir það mikil vonbrigði en viðtal við Hólmfríði verður birt á Vísi síðar í dag. 

„Vonir stóðu til að hún næði að keppa á leikunum þrátt fyrir meiðslin og hefur hún verið í stífri endurhæfingu síðustu vikurnar. Nú er hins vegar því miður ljóst, að mati sérfræðinga, að ekki er talið ráðlegt að hún keppi á Ólympíuleikunum“ segir í tilkynningu Skíðasambands Íslands.

Elín Elmarsdóttir Van Pelt er rétt rúmlega tvítug og tekur þátt á Vetrarólympíuleikunum í fyrsta sinn. Hún bætist í hóp þeirra þriggja sem höfðu þegar tryggt sér sæti.

Jón Erik Sigurðsson mun keppa fyrir Íslands hönd í svigi og stórsvigi.

Dagur Benediktsson mun keppa fyrir Íslands hönd í 20 km skiptigöngu, sprettgöngu, 10 km með frjálsri aðferð og 50 km með hefðbundinni aðferð.

Kristrún Guðnadóttir mun keppa fyrir Íslands hönd í sprettgöngu og 10 km með frjálsri aðferð.

Keppendurnir fjórir, ásamt fylgdarliði, eru:

Skíðaganga:

Dagur Benediktsson, keppandi í 20 km skiptigöngu, sprettgöngu, 10 km með frjálsri aðferð og 50 km með hefðbundinni aðferð

Kristrún Guðnadóttir, keppandi í sprettgöngu og 10 km með frjálsri aðferð.

Vegard Karlstrom, þjálfari

Alpagreinar:

Jón Erik Sigurðsson, keppandi í svigi og stórsvigi

Elín Elmarsdóttir Van Pelt, keppandi í svigi og stórsvigi

Kristinn Magnússon, þjálfari – alpagreinar kvenna

Haukur Þór Bjarnason, þjálfari – alpagreinar karla

Aðrir þátttakendur:

Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ

Líney Rut Halldórsdóttir, aðalfararstjóri, staðsett í Predazzo

Brynja Guðjónsdóttir, fararstjórn Cortína

Kristín Birna Ólafsdóttir, fararstjórn Bormio

Sigurður Hauksson – flokksstjóri, alpagreinar kvenna

Brynja Þorsteinsdóttir – flokksstjóri, alpagreinar karla

Marko Spoljaric – smurningsmaður, alpagreinar karla

Esben Töllefsen – smurningsmaður, skíðaganga

Snorri Eyþór Einarsson – skíðaprófun og flokksstjórn, skíðaganga/Ólafur Th. Árnason – skíðaprófun og flokksstjórn, skíðaganga

Sigurður Nikulásson – smurningsmaður/tæknimaður, alpagreinar karla

Heilbrigðisteymi

ÍSÍ hefur samið við heilbrigðisteymi Írlands og Danmerkur um heilbrigðisþjónustu í Bormio og Cortina en sjúkraþjálfari ÍSÍ mun á móti þjónusta keppendur Írlands og Danmerkur í Predazzo.

Helgi Steinar Andrésson, sjúkraþjálfari í Cortína

Erlend Skippervik, sjúkraþjálfari í Predazzo




Fleiri fréttir

Sjá meira


×