Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2026 08:32 Arnar Freyr Arnarsson fagnar stórsigrinum á Svíum í kvöld. Það var ekki bara frábært að vinna Svía á þeirra eigin heimavelli heldur einnig að vinna þá svona stórt. Vísir/Vilhelm Eftir sigur Íslands á Svíþjóð í gærkvöld eru fjórar þjóðir jafnar með fjögur stig í okkar milliriðli. Íslendingar eru þar efstir þrátt fyrir að Svíar hafi safnað flestum stigum innbyrðis af þessum fjórum liðum. Ísland, Svíþjóð og Slóvenía komu öll með tvö stig með sér úr riðlakeppninni og hafa öll þrjú náð í tvö stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjum sínum. Króatar komu stigalausir inn í milliriðlinn en hafa unnið báða leiki sína í milliriðlinum. Ýmir Örn Gíslason fór á kostum í ótrúlegri vörn Íslands í gær. Vörn skilar titlum, segir einhvers staðar.VÍSIR/VILHELM Ef að lið enda jöfn að stigum er farið eftir árangri í innbyrðis leikjum þeirra liða, til að ákveða í hvaða sæti þau enda. Hins vegar er það þannig, samkvæmt reglum EHF um Evrópumótið, að þangað til að öllum leikjum í milliriðlakeppninni lýkur þá er liðum EKKI raðað eftir innbyrðis úrslitum heldur eftir heildarárangri. Stórsigur Íslands í gær kemur liðinu því á toppinn í riðlinum einfaldlega vegna þess að liðið er með bestu heildarmarkatöluna, eða +8. Svíþjóð er með +4, Slóvenía +2 og Króatía -3. Staða Íslands líka góð innbyrðis Þegar síðustu tveimur umferðunum lýkur verður hins vegar horft til innbyrðis úrslita og liðunum raðað eftir þeim. Ef miðað væri við þau núna þá væri Ísland í 2. sæti og Svíþjóð á toppnum. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Svíar standa nefnilega best að vígi þegar innbyrðis úrslit úr leikjum Íslands, Svíþjóðar, Slóveníu og Króatíu eru skoðuð. Þeir hafa unnið bæði Slóveníu og Króatíu, en tapað gegn Íslandi, og eru því einir með fjögur stig úr þessum innbyrðis leikjum. Þeir eru líka eina liðið sem er búið með alla þrjá leiki sína innbyrðis við þessi lið. Gísli Þorgeir Kristjánsson réðist á sænsku varnarmennina hvað eftir annað og var eflaust í martröðum þeirra í nótt.VÍSIR/VILHELM Íslendingar og Króatar eru síðan með einn sigur og eitt tap en Slóvenar án stiga því þeir töpuðu á móti Svíum og hafa ekki spilað við hinar tvær þjóðirnar. Slóvenía er því sem stendur neðst í innbyrðis stigatöflu þessara fjögurra liða með núll stig út úr leikjum við hinar þrjár þjóðirnar. Ísland stendur vel að vígi í innbyrðis stigatöflunni eftir þennan átta marka stórsigur á Svíum í gærkvöld og aðeins eins marks tap fyrir Króötum. Ísland er því með +7 í innbyrðis markatölunni. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð heldur betur fyrir sínu í gær og fagnar hér markvörslu gegn Svíum.VÍSIR/VILHELM Svíar eru með +4 í innbyrðis markatölu (+8 marka sigur gegn Króatíu, +4 marka sigur gegn Slóveníu, -8 marka tap gegn Íslandi) en yrðu með 0 í markatölu ef Slóvenía dytti út úr pakkanum. Króatar eru síðan með -7 eftir eins marks sigur á Íslandi og átta marka tap fyrir Svíum, og þurfa að treysta á fleira en eigin úrslit til að komast í undanúrslitin. Stuðingsmenn Íslands fóru á kostum eins og leikmennirnir í Malmö í gær.VÍSIR/VILHELM Allar þjóðir eiga eftir að spila tvo leiki í þessum milliriðli og það á því mikið eftir að gerast enn þá en það stefnir samt í það að þessi stórsigur á Svíum gæti komið sér afar vel þegar þessi milliriðill er gerður upp. EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Sjá meira
Ísland, Svíþjóð og Slóvenía komu öll með tvö stig með sér úr riðlakeppninni og hafa öll þrjú náð í tvö stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjum sínum. Króatar komu stigalausir inn í milliriðlinn en hafa unnið báða leiki sína í milliriðlinum. Ýmir Örn Gíslason fór á kostum í ótrúlegri vörn Íslands í gær. Vörn skilar titlum, segir einhvers staðar.VÍSIR/VILHELM Ef að lið enda jöfn að stigum er farið eftir árangri í innbyrðis leikjum þeirra liða, til að ákveða í hvaða sæti þau enda. Hins vegar er það þannig, samkvæmt reglum EHF um Evrópumótið, að þangað til að öllum leikjum í milliriðlakeppninni lýkur þá er liðum EKKI raðað eftir innbyrðis úrslitum heldur eftir heildarárangri. Stórsigur Íslands í gær kemur liðinu því á toppinn í riðlinum einfaldlega vegna þess að liðið er með bestu heildarmarkatöluna, eða +8. Svíþjóð er með +4, Slóvenía +2 og Króatía -3. Staða Íslands líka góð innbyrðis Þegar síðustu tveimur umferðunum lýkur verður hins vegar horft til innbyrðis úrslita og liðunum raðað eftir þeim. Ef miðað væri við þau núna þá væri Ísland í 2. sæti og Svíþjóð á toppnum. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit. Svíar standa nefnilega best að vígi þegar innbyrðis úrslit úr leikjum Íslands, Svíþjóðar, Slóveníu og Króatíu eru skoðuð. Þeir hafa unnið bæði Slóveníu og Króatíu, en tapað gegn Íslandi, og eru því einir með fjögur stig úr þessum innbyrðis leikjum. Þeir eru líka eina liðið sem er búið með alla þrjá leiki sína innbyrðis við þessi lið. Gísli Þorgeir Kristjánsson réðist á sænsku varnarmennina hvað eftir annað og var eflaust í martröðum þeirra í nótt.VÍSIR/VILHELM Íslendingar og Króatar eru síðan með einn sigur og eitt tap en Slóvenar án stiga því þeir töpuðu á móti Svíum og hafa ekki spilað við hinar tvær þjóðirnar. Slóvenía er því sem stendur neðst í innbyrðis stigatöflu þessara fjögurra liða með núll stig út úr leikjum við hinar þrjár þjóðirnar. Ísland stendur vel að vígi í innbyrðis stigatöflunni eftir þennan átta marka stórsigur á Svíum í gærkvöld og aðeins eins marks tap fyrir Króötum. Ísland er því með +7 í innbyrðis markatölunni. Viktor Gísli Hallgrímsson stóð heldur betur fyrir sínu í gær og fagnar hér markvörslu gegn Svíum.VÍSIR/VILHELM Svíar eru með +4 í innbyrðis markatölu (+8 marka sigur gegn Króatíu, +4 marka sigur gegn Slóveníu, -8 marka tap gegn Íslandi) en yrðu með 0 í markatölu ef Slóvenía dytti út úr pakkanum. Króatar eru síðan með -7 eftir eins marks sigur á Íslandi og átta marka tap fyrir Svíum, og þurfa að treysta á fleira en eigin úrslit til að komast í undanúrslitin. Stuðingsmenn Íslands fóru á kostum eins og leikmennirnir í Malmö í gær.VÍSIR/VILHELM Allar þjóðir eiga eftir að spila tvo leiki í þessum milliriðli og það á því mikið eftir að gerast enn þá en það stefnir samt í það að þessi stórsigur á Svíum gæti komið sér afar vel þegar þessi milliriðill er gerður upp.
EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Fleiri fréttir Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Sjá meira