Lífið

Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina til­viljun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Giuseppe Verdi lést í þessu herbergi árið 1901. Um 125 árum síðar gisti Bergþór Pálsson í því.
Giuseppe Verdi lést í þessu herbergi árið 1901. Um 125 árum síðar gisti Bergþór Pálsson í því. Getty

Bergþór Pálsson, óperusöngvari, dvaldi um áramótin í herberginu þar sem eitt ástsælasta óperutónskáld veraldar, Giuseppe Verdi, andaðist fyrir öld og aldarfjórðungi síðan. Það kom til fyrir hreina tilviljun.

Þetta kemur fram í færslu Bergþórs á Facebook.

Verdi lést 27. Janúar 1901, 87 ára gamall. Um þær mundir dvaldi hann á Grand-hótelinu í Mílanóborg, meðan hann starfaði við Scala-óperuhúsið.

„Þegar við komum á hótelið í Mílanó, þar sem við dvöldum um áramótin, var okkur sagt að við fengjum herbergi 105 þar sem Verdi bjó alltaf þegar hann var að vinna í Scala. Síðustu árin bjó hann þar svo alfarið og lést í rúminu. Af öllum hótelum í Mílanó höfðum við óvart valið einmitt þetta hótel og af öllum herbergjum valdi fólkið í lobbýinu einmitt þetta herbergi. Svona geta tilviljanir í lífinu verið skemmtilegar,“ skrifar Bergþór á Facebook.

Meðal þekktustu verka Verdi eru óperurnar Rigoletto, Il trovatore, La traviata og sálumessuna Messa da Requiem.

Í fyrstu var Verdi grafinn við fámenna athöfn í Mílan. Um mánuði eftir jarðarförina var hins vegar ákveðið að grafa hann upp og færa hann í grafhýsi við feikimikla athöfn.

„300,000 manns fylgdu Verdi til grafar, þetta var stærsti viðburður í sögu Ítalíu. Toscanini stjórnaði Va pensiero með 800 manna kór og risahljómsveit alls staðar að úr landinu,“ segir Bergþór.

Gríðarlegt mannhaf fylgdi Verdi til grafar.Getty






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.