Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar 23. janúar 2026 08:00 Ég hef lengi fylgst með fólki sem afneitar vísindum, sérstaklega loftslagsvísindum. Oft þegar ég rekst á slíka umræðu rifjast upp fyrir mér að það er líka fólk þarna úti sem heldur í alvörunni að jörðin sé flöt og ver tíma sínum í að rökræða það við annað fullorðið fólk á netinu. Flest getum við líklega verið sammála um að það sé ekki sérlega gáfuleg iðja. Við köllum það bara vitleysu og höldum áfram með lífið. En stundum, þegar ég heyri menn afneita loftslagsvísindum af fullri alvöru, hugsa ég: „Þetta er sama hugsunin, bara í öðrum búningi.“ Þannig að núna skulum við ímynda okkur fund hjá Flatjarðarsamtökum Pragmadisma þar sem þau ræða stefnu stjórnvalda, sem, að þeirra mati, gengur í berhögg við hinar heilögu kenningar flatleikans, kennisetningu trúarbragða hinna svokölluðu Pragmara. Fundarstjóri er hinn slóttugi flatjarðarspámaður Rosti, sannkallaður talsmaður hinsegin raunveruleika. Hann byrjar á að ræða um bogabrýr og hvernig þær „passi“ nefnilega ekki við flata jörðina. Það sé blátt áfram augljóst að brýr eigi að vera flatar! Í salnum heyrist muldrað „heyr, heyr“. Að öðru leyti telur hann að þetta sé allt samsæri stjórnvalda til að hækka skatta á saklaust fólk eins og hann og aðra fundargesti, enda eru peningarnir þeim sérlega hugleiknir. Rosti vísar meira segja í gamlan hagfræðing sem fékk Nóbelsverðlaun árið nítján hundruð og blómkál (því þeir sem fá Nóbelsverðlaun hljóta jú að hafa rétt fyrir sér um allt annað líka) sem heldur því fram að bogabrýr dragi úr farsæld manneskjunnar. Að nota skattfé í svona hringavitleysu sé hreint glæpsamlegt, að mati Pragmadistanna. Miklu betra sé, að sjálfsögðu, að byggja einfalt og flatt og ekki síst ódýrt, eins og jörðin sjálf hafi gert ráð fyrir, samkvæmt kennisetningum hinna fornu trúarbragða Pragmara. Fjölmiðillinn Hrokinn, með Dúbba-Litla við stýrið, hefur tekið við keflinu og helgað heilu þættina Flatjarðarkenningum Pragmadismanna. Þar er talað um „framsækna gagnrýni á stjórnvöld” og „óháða hugsun” sem snýst reyndar að mestu um að grafa undan öllu sem hreyfist í boga og öllum innviðum sem ekki eru flatir án gagnrýninnar hugsunar ásamt því að mótmæla öllum sköttum og útgjöldum ríkissjóðs sem ekki hugnast þeim. Nú er jafnvel spurt alvarlega hvort skattheimta og fjármögnun innviða séu ekki hluti af stærra hringasamsæri, bókstaflega, því, eins og Dúbbi segir: „Hvar endar þetta ef allt verður hringlaga?“ og „Hver á að borga fyrir það?” Það er erfitt að ímynda sér þetta án þess að sjá fyrir sér samsvörun í loftslagsumræðu dagsins, þegar fólk kallar vísindin pólitík, afneitar gögnum og rýkur svo í fjölmiðla eða jafnvel skrifar heilu bækurnar til að „spyrja spurninga”, spurninga sem oftar en ekki er búið að spyrja, svara og að auki hafa svörin verið varðveitt fyrir allra augum í áratugi. En hið blinda auga afneitunar lætur ekki að sér hæða. Eftirmáli Það er auðvelt að hlæja að flatjarðarkenningum, þar til maður áttar sig á hve lítið þarf til að afneita hvaða vísindum sem er með svipaðri aðferðafræði. Það þarf bara að trúa einhverju sem hentar betur en staðreyndir eða láta eigin persónulegu hagsmuni blinda sér sýn. Að efast, ekki til að skilja, heldur efast til að hafna verður að möntru. Að kalla vísindin pólitík þegar þau verða óþægileg, og pólitík vísindi þegar hún þjónar persónlegum hagsmunum verður hluti af vopnabúri afneitunarinnar. Flatjarðarsinnarnir trúa því að heimurinn sé flatur, þótt að jarðkringlan snúist í kringum sjálfa sig á sífelldri ferð. Loftslagsafneitarar tala um „skoðanir beggja vegna borðsins“ og búa til falskt jafnvægi í umræðunni. Loftslagsafneitarar kunna að setja afneitunina í betri og meira sannfærandi búning en flatjarðarsinnar, en aðferðin er sú sama, að hafna því sem vísindin sýna, þegar það stangast á við persónulega hagsmuni og heimsmynd. Spurningin er því ekki lengur hvort jörðin sé flöt eða hvort loftslagsvísindi séu samsæri. Hún er hversu mörg kjósa að horfa á heiminn þannig og vilja halda fast í falska heimsmynd. Hvaða heimsmynd sem fólk hefur í höfði sér þá heldur heimurinn áfram að hlýna og hlýna í takt við eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda. Að hafna vísindalegri aðferðafræði og telja að ekkert þurfi að gera við loftslagsvandanum er einfaldlega hin sama hugsun og hjá flatjarðarsinnum, klædd í annað orðalag, en er samt bara sama vitleysan enn og aftur. Og þó við ættum kannski ekki að vera að eyða of miklum tíma í afneitunina, sitjum við samt hér, árið 2026, að reyna enn og aftur að útskýra grundvallaratriði vísinda fyrir fólki sem kýs að trúa einhverju sem hentar því best og er sama um allt annað. Heimurinn er auðvitað ekki flatur, en hugsunin sem mótar vísindalega afneitun, hvaða nafni sem hún nefnist, er algjör flatneskja. Sjá fyrri greinar höfundar um svipað efni: Mýtuvaxtarækt Loftslagsafneitunar Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Íslandi leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi fylgst með fólki sem afneitar vísindum, sérstaklega loftslagsvísindum. Oft þegar ég rekst á slíka umræðu rifjast upp fyrir mér að það er líka fólk þarna úti sem heldur í alvörunni að jörðin sé flöt og ver tíma sínum í að rökræða það við annað fullorðið fólk á netinu. Flest getum við líklega verið sammála um að það sé ekki sérlega gáfuleg iðja. Við köllum það bara vitleysu og höldum áfram með lífið. En stundum, þegar ég heyri menn afneita loftslagsvísindum af fullri alvöru, hugsa ég: „Þetta er sama hugsunin, bara í öðrum búningi.“ Þannig að núna skulum við ímynda okkur fund hjá Flatjarðarsamtökum Pragmadisma þar sem þau ræða stefnu stjórnvalda, sem, að þeirra mati, gengur í berhögg við hinar heilögu kenningar flatleikans, kennisetningu trúarbragða hinna svokölluðu Pragmara. Fundarstjóri er hinn slóttugi flatjarðarspámaður Rosti, sannkallaður talsmaður hinsegin raunveruleika. Hann byrjar á að ræða um bogabrýr og hvernig þær „passi“ nefnilega ekki við flata jörðina. Það sé blátt áfram augljóst að brýr eigi að vera flatar! Í salnum heyrist muldrað „heyr, heyr“. Að öðru leyti telur hann að þetta sé allt samsæri stjórnvalda til að hækka skatta á saklaust fólk eins og hann og aðra fundargesti, enda eru peningarnir þeim sérlega hugleiknir. Rosti vísar meira segja í gamlan hagfræðing sem fékk Nóbelsverðlaun árið nítján hundruð og blómkál (því þeir sem fá Nóbelsverðlaun hljóta jú að hafa rétt fyrir sér um allt annað líka) sem heldur því fram að bogabrýr dragi úr farsæld manneskjunnar. Að nota skattfé í svona hringavitleysu sé hreint glæpsamlegt, að mati Pragmadistanna. Miklu betra sé, að sjálfsögðu, að byggja einfalt og flatt og ekki síst ódýrt, eins og jörðin sjálf hafi gert ráð fyrir, samkvæmt kennisetningum hinna fornu trúarbragða Pragmara. Fjölmiðillinn Hrokinn, með Dúbba-Litla við stýrið, hefur tekið við keflinu og helgað heilu þættina Flatjarðarkenningum Pragmadismanna. Þar er talað um „framsækna gagnrýni á stjórnvöld” og „óháða hugsun” sem snýst reyndar að mestu um að grafa undan öllu sem hreyfist í boga og öllum innviðum sem ekki eru flatir án gagnrýninnar hugsunar ásamt því að mótmæla öllum sköttum og útgjöldum ríkissjóðs sem ekki hugnast þeim. Nú er jafnvel spurt alvarlega hvort skattheimta og fjármögnun innviða séu ekki hluti af stærra hringasamsæri, bókstaflega, því, eins og Dúbbi segir: „Hvar endar þetta ef allt verður hringlaga?“ og „Hver á að borga fyrir það?” Það er erfitt að ímynda sér þetta án þess að sjá fyrir sér samsvörun í loftslagsumræðu dagsins, þegar fólk kallar vísindin pólitík, afneitar gögnum og rýkur svo í fjölmiðla eða jafnvel skrifar heilu bækurnar til að „spyrja spurninga”, spurninga sem oftar en ekki er búið að spyrja, svara og að auki hafa svörin verið varðveitt fyrir allra augum í áratugi. En hið blinda auga afneitunar lætur ekki að sér hæða. Eftirmáli Það er auðvelt að hlæja að flatjarðarkenningum, þar til maður áttar sig á hve lítið þarf til að afneita hvaða vísindum sem er með svipaðri aðferðafræði. Það þarf bara að trúa einhverju sem hentar betur en staðreyndir eða láta eigin persónulegu hagsmuni blinda sér sýn. Að efast, ekki til að skilja, heldur efast til að hafna verður að möntru. Að kalla vísindin pólitík þegar þau verða óþægileg, og pólitík vísindi þegar hún þjónar persónlegum hagsmunum verður hluti af vopnabúri afneitunarinnar. Flatjarðarsinnarnir trúa því að heimurinn sé flatur, þótt að jarðkringlan snúist í kringum sjálfa sig á sífelldri ferð. Loftslagsafneitarar tala um „skoðanir beggja vegna borðsins“ og búa til falskt jafnvægi í umræðunni. Loftslagsafneitarar kunna að setja afneitunina í betri og meira sannfærandi búning en flatjarðarsinnar, en aðferðin er sú sama, að hafna því sem vísindin sýna, þegar það stangast á við persónulega hagsmuni og heimsmynd. Spurningin er því ekki lengur hvort jörðin sé flöt eða hvort loftslagsvísindi séu samsæri. Hún er hversu mörg kjósa að horfa á heiminn þannig og vilja halda fast í falska heimsmynd. Hvaða heimsmynd sem fólk hefur í höfði sér þá heldur heimurinn áfram að hlýna og hlýna í takt við eðlisfræði gróðurhúsalofttegunda. Að hafna vísindalegri aðferðafræði og telja að ekkert þurfi að gera við loftslagsvandanum er einfaldlega hin sama hugsun og hjá flatjarðarsinnum, klædd í annað orðalag, en er samt bara sama vitleysan enn og aftur. Og þó við ættum kannski ekki að vera að eyða of miklum tíma í afneitunina, sitjum við samt hér, árið 2026, að reyna enn og aftur að útskýra grundvallaratriði vísinda fyrir fólki sem kýs að trúa einhverju sem hentar því best og er sama um allt annað. Heimurinn er auðvitað ekki flatur, en hugsunin sem mótar vísindalega afneitun, hvaða nafni sem hún nefnist, er algjör flatneskja. Sjá fyrri greinar höfundar um svipað efni: Mýtuvaxtarækt Loftslagsafneitunar Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Íslandi leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun