Handbolti

Liðið sem fylgdi Ís­landi á HM náði ekki að vinna leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ivar Stavast var markahæstur í hollenska landsliðinu í kvöld.
Ivar Stavast var markahæstur í hollenska landsliðinu í kvöld. EPA/Andreas Hillergren

Holland tryggði sér þriðja sætið í E-riðli á HM í handbolta í kvöld með fimm marka sigri á Georgíu. Svíþjóð og Króatía spila til úrslita um sigurinn í riðlinum seinna í kvöld.

Holland vann leikinn örugglega 31-26 eftir að hafa verið 11-8 yfir í hálfleik.

Ivar Stavast skoraði átta mörk úr níu skotum fyrir Hollendinga og þeir Rutger ten Velde og Reinier Taboada voru báðir með sjö mörk úr átta skotum. Giorgi Tskhovrebadze skoraði ellefu mörk fyrir Georgíumenn en það dugði ekki.

Hollenska liðið endaði í tólfa sæti á síðasta EM og á síðasta Evrópumótinu, undir stjórn Erlings Birgis Richardssonar, náði liðið tíunda sæti á EM 2022.

Georgíumenn voru með íslenska landsliðinu í riðli í undankeppninni, náðu þar öðru sæti og fylgdu Íslandi á heimsmeistaramóti. Þeir töpuðu öllum þremur leikjum sínum á mótinu því áður hafði liðið tapað með þremur mörkum á móti Króatíu og með níu mörkum á móti Svíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×