Veður

Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu eitt til átta stig.
Hiti verður á bilinu eitt til átta stig. Vísir/Vilhelm

Víðáttumikið lægðasvæði suður af landinu stjórnar veðrinu á landinu næstu daga og má reikna með þrálátri austanátt.

Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir að það verði víða kaldi eða stinninskaldi í dag, eða átta til fimmtán metrar á sekúndu.

Það verður rigning með köflum, en yfirleitt þurrt vestantil og á Norðurlandi. Í kvöld mun bæta heldur í vind og úrkomu.

Hiti verður á bilinu eitt til átta stig.

„Austan 10-18 m/s á morgun og rigning, þó síst á Norðurlandi. Spáð er talsverðri rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum. Ívið hlýrra en í dag, hámarskhiti væntanlega í kringum 10 gráður.

Dregur smám saman úr vindi á föstudag og kólnar. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, en léttir sennilega til á vestanverðu landinu,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Austan 10-18 m/s og rigning, einkum suðaustantil, en lítilsháttar væta á Norðurlandi. Hiti 2 til 9 stig.

Á föstudag: Austan 8-18, hvassast syðst. Skúrir eða él suðaustan- og austanlands, annars þurrt að mestu. Heldur kólnandi.

Á laugardag og sunnudag: Austanátt og skúrir eða él sunnantil og á Austfjörðum, en bjart með köflum norðan heiða. Hiti 0 til 6 stig, en víða vægt frost á Norður- og Austurlandi.

Á mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir svipað veður áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×