Handbolti

Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Aleix Gómez greiddi Andreas Wolff á vítapunktinum.
Spánverjinn Aleix Gómez greiddi Andreas Wolff á vítapunktinum. @ehfeuro

Spánverjinn Aleix Gómez er örugg vítaskytta og líka vítaskytta með mikið sjálfstraust. Það sýndi hann ekki síst í einu víta sinna á móti Þjóðverjum í lokaumferð riðlakeppninnar.

Spánverjar þurftu reyndar að sætta sig við tap á móti lærisveinum Alfreðs Gíslasonar en Gómez nýtti öll fjögur vítaskotin sín í leiknum.

Gómez stóð þar á móti hinum 198 sentímetra háa og vígalega Andreas Wolff á vítapunktinum.

Gómez sótti hins vegar í kistu Loga okkar Geirssonar og greiddi Wolff með hárnákvæmu skoti eins og má sjá hér fyrir neðan frá mörgum sjónarhornum. Loga leiðist ekki að segja frá því þegar hann greiddi norska markverðinum hvað eftir annað í mikilvægum landsleik um árið.

Þessu fylgir mikil áhætta í dag því ef vítaskyttan skýtur í höfuð markvarðar þá fær hún rautt spjald.

Gómez hefur reyndar klikkað á tveimur af átta vítaskotum sínum á mótinu en hann nýtti sín á móti Wolff og félögum.

Til að sjá myndböndin af vítinu þarf að smella á píluna hægra megin á myndinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×