Deilt um verðhækkanir Veitna Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 19. janúar 2026 22:19 Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, og Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna. Samsett Formaður VR gagnrýnir endurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og segir að um dulbúna skattahækkun sé að ræða. Framkvæmdastýra Veitna vill ekki meina að um fimmtíu prósenta hækkun sé að ræða. Í færslu á Facebook gagnrýnir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, síendurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og að hægt sé að ráðast í þær án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna, sem eiga fyrirtækið, komi þar að. Verðhækkanirnar hlaupa á þúsundköllum. „Þú verður líka að líta á það að ef þú ert ósáttur við verðið á heita vatninu þínu, þá skrúfaru ekki bara fyrir kranann eða skiptir um krana. Þetta er einokun í eðli sínu. Hiti og rafmagn hafa hækkað langt umfram verðbólgu undanfarið og við sjáum að hækkunin á þessu tvennu hleypur á í kringum 25 þúsund krónum á ári fyrir meðalheimili og fer þar af leiðandi langt með að éta upp tveggja mánaða kjarasamningsbundnar hækkanir,“ segir Halla sem ræddi málin í kvöldfréttum Sýnar í dag. „Síðan hefur þetta áhrif á verðbólguna og við erum búnar að reikna það út að hún væri 4,25 prósent í staðinn fyrir 4, 5 prósent ef hiti og rafmagn hefði ekki hækkað svona mikið. Þá er þetta farið að hafa áhrif á lánin og húsaleiguna og svo framvegis.“ Halla segir að samið hafi verið um að hið opinbera ætti að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og fyrirtæki af verðhækkunum en ekki hafi verið staðið við það. „Þannig að við erum með allt of háar verðbólgutölur. Ef þær fylgja okkur í haustið, þá gætu forsendur kjarasamninga brostið.“ Ekki fimmtíu prósenta hækkun Mbl greindi frá því að um væri að ræða fimmtíu prósenta hækkun á gjaldskrá Veitna. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, segir að svo sé ekki. Túlkunin byggi á því að einungis sé verið að horfa á einn hluta gjaldskráarinnar sem eru fimmtán prósent af heildarreikningi. „Mikilvægt er að skilja að hitaveitugjaldið skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar notkunargjald og hins vegar fast gjald. Notkunargjaldið endurspeglar raunverulega notkun á heitu vatni og er að meðaltali um 85% af hitaveitureikningi heimila. Fastagjaldið er hins vegar nú um 15% og stendur undir kostnaði við dreifikerfið, tengingar og mælingar – óháð því hversu mikið er notað,“ er haft eftir Sólrúnu í grein á heimasíðu Veitna. Fastagjaldið hafi farið úr átta prósentum í fimmtán af heildarreikningi og var farið í þá breytingu vegna fjárfestinga sem fyrirtækið standi frammi fyrir við öflun á heitu vatni. Markmiðið með fasta gjaldinu sé að draga úr þeim sveiflum sem heimili finni fyrir í hitaveitureikningnum sínum. Orkumál Rafmagn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Í færslu á Facebook gagnrýnir Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, síendurteknar hækkanir á gjaldskrá Veitna og að hægt sé að ráðast í þær án þess að kjörnir fulltrúar sveitarfélaganna, sem eiga fyrirtækið, komi þar að. Verðhækkanirnar hlaupa á þúsundköllum. „Þú verður líka að líta á það að ef þú ert ósáttur við verðið á heita vatninu þínu, þá skrúfaru ekki bara fyrir kranann eða skiptir um krana. Þetta er einokun í eðli sínu. Hiti og rafmagn hafa hækkað langt umfram verðbólgu undanfarið og við sjáum að hækkunin á þessu tvennu hleypur á í kringum 25 þúsund krónum á ári fyrir meðalheimili og fer þar af leiðandi langt með að éta upp tveggja mánaða kjarasamningsbundnar hækkanir,“ segir Halla sem ræddi málin í kvöldfréttum Sýnar í dag. „Síðan hefur þetta áhrif á verðbólguna og við erum búnar að reikna það út að hún væri 4,25 prósent í staðinn fyrir 4, 5 prósent ef hiti og rafmagn hefði ekki hækkað svona mikið. Þá er þetta farið að hafa áhrif á lánin og húsaleiguna og svo framvegis.“ Halla segir að samið hafi verið um að hið opinbera ætti að halda aftur af gjaldskrárhækkunum og fyrirtæki af verðhækkunum en ekki hafi verið staðið við það. „Þannig að við erum með allt of háar verðbólgutölur. Ef þær fylgja okkur í haustið, þá gætu forsendur kjarasamninga brostið.“ Ekki fimmtíu prósenta hækkun Mbl greindi frá því að um væri að ræða fimmtíu prósenta hækkun á gjaldskrá Veitna. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, segir að svo sé ekki. Túlkunin byggi á því að einungis sé verið að horfa á einn hluta gjaldskráarinnar sem eru fimmtán prósent af heildarreikningi. „Mikilvægt er að skilja að hitaveitugjaldið skiptist í tvo meginþætti. Annars vegar notkunargjald og hins vegar fast gjald. Notkunargjaldið endurspeglar raunverulega notkun á heitu vatni og er að meðaltali um 85% af hitaveitureikningi heimila. Fastagjaldið er hins vegar nú um 15% og stendur undir kostnaði við dreifikerfið, tengingar og mælingar – óháð því hversu mikið er notað,“ er haft eftir Sólrúnu í grein á heimasíðu Veitna. Fastagjaldið hafi farið úr átta prósentum í fimmtán af heildarreikningi og var farið í þá breytingu vegna fjárfestinga sem fyrirtækið standi frammi fyrir við öflun á heitu vatni. Markmiðið með fasta gjaldinu sé að draga úr þeim sveiflum sem heimili finni fyrir í hitaveitureikningnum sínum.
Orkumál Rafmagn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira