Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 19. janúar 2026 06:30 „Það er auðvitað augljóst að það þarf auðvitað að vera vilji til þess að stíga skrefið inn í Evrópusambandið til þess að hefja aðildarviðræður að nýju,“ sagði Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, í samtali við Dv.is 10. janúar síðastliðinn. Með öðrum orðum væri forsenda þess að hafið yrði á ný umsóknarferli að sambandinu að vilji væri fyrir því að ganga þar inn. Þá sagði hann enn fremur að augljóst væri hvað fengist með inngöngu í það. Meðal þess sem fram kom í svonefndum viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar árið 2009 sem myndaði grundvöll umsóknarferlisins var að sameiginlegt markmið með þeim væri innganga í sambandið. Þá hafa forystumenn Evrópusambandsins á liðnum árum ítrekað sagt að ekki sé í boði að sækja um inngöngu einungis til þess að kanna hvað sé í boði og einnig lagt áherzlu á það að í öllum meginatriðum liggi fyrir hvað það sé. Til að mynda var Olli Rehn, þáverandi stækkunarráðherra Evrópsambandsins, inntur eftir því í viðtali við Morgunblaðinu 10. september 2009 hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin sín og upplýsa hvað Íslendingum stæði til boða af hálfu þess eftir að íslenzk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk Evrópusambandsins og meginreglur þess.“ Hliðstætt kom fram í máli Štefans Füle, arftaka Rehns, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Þar tók hann skýrt fram að ekki væri hægt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið í þeim tilgangi að sjá hvað kæmi út úr því. Eða „að kíkja í pakkann“ eins og hérlendir Evrópusambandssinnar hafa kallað það. Umsókn yrði að byggjast á skýrum vilja umsóknarríkisins til þess að ganga í sambandið og á þeim forsendum færu viðræðurnar við ríkið fram. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe heitinn Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur sem vildi gjarnan sjá Ísland í Evrópusambandinu, í viðtali við mbl.is í marz 2017. Um málflutning skoðanasystkina hans hér á landi sagði hann: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
„Það er auðvitað augljóst að það þarf auðvitað að vera vilji til þess að stíga skrefið inn í Evrópusambandið til þess að hefja aðildarviðræður að nýju,“ sagði Magnús Árni Skjöld Magnússon, formaður Evrópuhreyfingarinnar, í samtali við Dv.is 10. janúar síðastliðinn. Með öðrum orðum væri forsenda þess að hafið yrði á ný umsóknarferli að sambandinu að vilji væri fyrir því að ganga þar inn. Þá sagði hann enn fremur að augljóst væri hvað fengist með inngöngu í það. Meðal þess sem fram kom í svonefndum viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar árið 2009 sem myndaði grundvöll umsóknarferlisins var að sameiginlegt markmið með þeim væri innganga í sambandið. Þá hafa forystumenn Evrópusambandsins á liðnum árum ítrekað sagt að ekki sé í boði að sækja um inngöngu einungis til þess að kanna hvað sé í boði og einnig lagt áherzlu á það að í öllum meginatriðum liggi fyrir hvað það sé. Til að mynda var Olli Rehn, þáverandi stækkunarráðherra Evrópsambandsins, inntur eftir því í viðtali við Morgunblaðinu 10. september 2009 hvort sambandið myndi loksins sýna á spilin sín og upplýsa hvað Íslendingum stæði til boða af hálfu þess eftir að íslenzk stjórnvöld hefðu sótt um inngöngu: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk Evrópusambandsins og meginreglur þess.“ Hliðstætt kom fram í máli Štefans Füle, arftaka Rehns, á fundi utanríkismálanefndar Alþingis í október 2011. Þar tók hann skýrt fram að ekki væri hægt að sækja um inngöngu í Evrópusambandið í þeim tilgangi að sjá hvað kæmi út úr því. Eða „að kíkja í pakkann“ eins og hérlendir Evrópusambandssinnar hafa kallað það. Umsókn yrði að byggjast á skýrum vilja umsóknarríkisins til þess að ganga í sambandið og á þeim forsendum færu viðræðurnar við ríkið fram. „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið. Það er það bezta sem þið getið gert,“ sagði Uffe heitinn Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur sem vildi gjarnan sjá Ísland í Evrópusambandinu, í viðtali við mbl.is í marz 2017. Um málflutning skoðanasystkina hans hér á landi sagði hann: „Þið vitið fullkomlega hvað er í pakkanum.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherslu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar