„Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2026 09:02 Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Vísir/Sigurður Már Björgvin Páll Gústavsson hefur leik á sínu 19. stórmóti í handbolta á morgun. Mikill munur er á þeim Björgvin sem mætti á sitt fyrsta mót 2008 og í dag en þrátt fyrir að fimmtugsaldurinn sígi á, er hann í fantaformi. „Mér líður mjög vel. Það er góð tilfinning að koma akkúrat hingað inn, þetta er sama fjölmiðlasvæði og við vorum á fyrir þremur árum síðan. Við vitum alveg hvað bíður okkar hérna; það er mikil stemning og hörkuleikir. Við erum peppaðir og gaman að koma á næsta EM, loksins,“ segir Björgvin Páll en loftbrú verður frá Íslandi til Kristianstad í dag. Tvö til þrjú þúsund Íslendingar munu taka yfir þennan 40 þúsund manna bæ, líkt og þeir gerðu á HM 2023. Mikil spenna er í bænum fyrir komu Íslendinganna og má búast við einstakri stemningu. Það ýtir undir spennu á meðal leikmanna og hefur líklega áhrif á það að Björgvin fái seint nóg af því að mæta með liðinu á stórmót. Þú færð ekkert nóg af þessu? „Nei, heldur betur ekki,“ segir Björgvin og brosir. „Ég held að þú sjáir það bara inni á vellinum að ég hef gaman að þessu, hef ástríðu fyrir þessu, og meðan hún lifir enn þá held ég áfram,“ segir Björgvin. Eitthvað mikið að ef hann hefur ekki þroskast Björgvin Páll fór á sitt fyrsta stórmót þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Hann hefur mætt á hvert einasta stórmót síðan og því það nítjánda sem hefst á morgun. En hver er mesti munurinn á Björgvini Páli árið 2008 og þeim sem mætir á mótið í dag? „Ætli það sé ekki búið að rífa úr honum alla töffarastælana og egóið og hrokann? Það er svona helst. Fyrsti landsleikurinn var 2003 þannig að þetta er tuttugasta og fjórða árið að byrja. Ef maður er ekki búinn að þroskast eitthvað á þeim tíma er eitthvað mikið að,“ segir Björgvin og hlær. Fimur á fimmtugsaldri Björgvin verður 41 árs í maí næskomandi og hefur sætt gagnrýni á undanförnum mótum. Einhverjir hafa kallað eftir yngri manni inn í hópinn í hans stað. Björgvin sýndi hins vegar í æfingaleik við Evrópumeistara Frakka um liðna helgi að hann er enn í hörkustandi. „Mér líður vel. Með fullri virðingu fyrir deildinni heima er gott að sjá að ég get skipt um gír frá þeirri deild að spila á móti þeim bestu í heimi nokkrum dögum seinna. Í janúar er það auðveldara, þegar þú ert með landsliðinu í tvær vikur fram að móti, að fá á þig fullt af skotum og æfa með bestu gaurum í heimi. Það er slatti af þeim í okkar liði. Það heldur mér á tánum og heldur mér ungum. Svo er ég ungur í anda svo það á að vera auðvelt verkefni,“ segir Björgvin Páll. Fleira kemur fram í viðtaæli við markvörðinn knáa sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Björgvin ræðir egóið, aldurinn og læti á æfingu Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Það er góð tilfinning að koma akkúrat hingað inn, þetta er sama fjölmiðlasvæði og við vorum á fyrir þremur árum síðan. Við vitum alveg hvað bíður okkar hérna; það er mikil stemning og hörkuleikir. Við erum peppaðir og gaman að koma á næsta EM, loksins,“ segir Björgvin Páll en loftbrú verður frá Íslandi til Kristianstad í dag. Tvö til þrjú þúsund Íslendingar munu taka yfir þennan 40 þúsund manna bæ, líkt og þeir gerðu á HM 2023. Mikil spenna er í bænum fyrir komu Íslendinganna og má búast við einstakri stemningu. Það ýtir undir spennu á meðal leikmanna og hefur líklega áhrif á það að Björgvin fái seint nóg af því að mæta með liðinu á stórmót. Þú færð ekkert nóg af þessu? „Nei, heldur betur ekki,“ segir Björgvin og brosir. „Ég held að þú sjáir það bara inni á vellinum að ég hef gaman að þessu, hef ástríðu fyrir þessu, og meðan hún lifir enn þá held ég áfram,“ segir Björgvin. Eitthvað mikið að ef hann hefur ekki þroskast Björgvin Páll fór á sitt fyrsta stórmót þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir Ólympíuleikana í Peking sumarið 2008. Hann hefur mætt á hvert einasta stórmót síðan og því það nítjánda sem hefst á morgun. En hver er mesti munurinn á Björgvini Páli árið 2008 og þeim sem mætir á mótið í dag? „Ætli það sé ekki búið að rífa úr honum alla töffarastælana og egóið og hrokann? Það er svona helst. Fyrsti landsleikurinn var 2003 þannig að þetta er tuttugasta og fjórða árið að byrja. Ef maður er ekki búinn að þroskast eitthvað á þeim tíma er eitthvað mikið að,“ segir Björgvin og hlær. Fimur á fimmtugsaldri Björgvin verður 41 árs í maí næskomandi og hefur sætt gagnrýni á undanförnum mótum. Einhverjir hafa kallað eftir yngri manni inn í hópinn í hans stað. Björgvin sýndi hins vegar í æfingaleik við Evrópumeistara Frakka um liðna helgi að hann er enn í hörkustandi. „Mér líður vel. Með fullri virðingu fyrir deildinni heima er gott að sjá að ég get skipt um gír frá þeirri deild að spila á móti þeim bestu í heimi nokkrum dögum seinna. Í janúar er það auðveldara, þegar þú ert með landsliðinu í tvær vikur fram að móti, að fá á þig fullt af skotum og æfa með bestu gaurum í heimi. Það er slatti af þeim í okkar liði. Það heldur mér á tánum og heldur mér ungum. Svo er ég ungur í anda svo það á að vera auðvelt verkefni,“ segir Björgvin Páll. Fleira kemur fram í viðtaæli við markvörðinn knáa sem má sjá í heild að neðan. Klippa: Björgvin ræðir egóið, aldurinn og læti á æfingu
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira