Lífið

Inga Tinna selur höllina í Borgar­túni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Tinna er ein öflugasta athafnakona landsins og hefur eflaust farið vel um hana í Borgartúni.
Inga Tinna er ein öflugasta athafnakona landsins og hefur eflaust farið vel um hana í Borgartúni.

Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri og eigandi Dineout hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni í Reykjavík, sem meðal annars hefur verið umfjöllunarefni í sjónvarpi, á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna.

Þetta má sjá á fasteignavef Vísis. Inga Tinna er ein öflugasta athafnakona landsins, rekur Dineout og Sinna svo eitthvað sé nefnt. Inga Tinna á dóttur með handboltagoðsögninni Loga Geirssyni og opnaði sig meðal annars um tilfinningar sínar til kappans í október síðastliðnum.

Íbúð Ingu Tinnu í Borgartúni er fimm herbergja íbúð, 201,2 fermetrar að stærð. Árið 2023 kíkti Sindri Sindrason í heimsókn til hennar og kíkti á íbúðina í Heimsókn. Þar skoðaði hann meðal annars fataherbergi í íbúðinni.

Fram kemur á fasteignavef Vísis að 170 fermetra þaksvalir nái allan hringinn í kringum íbúðina. Í íbúðinni megi finna hjónaálmu með lúxusbaðherbergi og heitum potti svo fátt eitt sé nefnt.

Horfa má á innslag á vef Vísis úr Heimsókn árið 2023 þegar Sindri kíkti í fataherbergi Ingu Tinnu. Myndir úr íbúðinni má sjá neðar í fréttinni.

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala

Lind fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.