„Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Hinrik Wöhler skrifar 10. janúar 2026 17:54 Framarar komust hvorki lönd né strönd gegn öflugri vörn Vals. Vísir/Ernir Eyjólfsson Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Fram, átti fá svör þegar topplið deildarinnar, Valur, rúllaði yfir Fram í Olís-deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 11 marka sigri Vals og segir Haraldur að gæðamunurinn á liðunum hafi verið augljós á öllum sviðum leiksins. „Þetta var á mörgum sviðum, við vorum undir á öllum pörtum í þessum leik. Hvort sem það var baráttan eða gæðin, vantaði töluvert upp á til þess að eiga break á móti liði ársins,“ sagði Haraldur skömmu eftir leikinn í Lambhagahöllinni. Framarar áttu ágætis kafla í byrjun seinni hálfleiks en það varð skammvinnt, því Valskonur sigldu fljótt fram úr að nýju. „Vörnin lagaðist aðeins, þegar við breyttum og plúsuðum á Lovísu [Thompson] og þær áttu í erfiðleikum með að skora, allavega í korter í seinni hálfleik. Svo misstum við það líka niður og þetta endaði í ellefu mörkum,“ sagði Haraldur. Haraldur segir að varnarleikurinn hafi verið öflugur í byrjun seinni hálfleiks en að liðið hafi ekki náð að fylgja því eftir með mörkum. Framarar áttu í kjölfarið í miklu basli með að finna glufur á sterkri vörn Vals í dag og skoruðu aðeins 19 mörk. Valur hóf leikinn af krafti og var með níu marka forskot í hálfleik.Vísir/Ernir Eyjólfsson „Á meðan vörnin var að halda í byrjun seinni hálfleiks áttum við í miklum erfiðleikum með að skora. Fengum fullt af sóknum til þess að minnka þetta niður í fimm mörk en skoruðum ekki.“ „Þau fáu skipti sem við náðum að vinna einn á einn stöðuna þá varði Hafdís [Renötudóttir] það bara. Það var við ramman reip að etja í dag.“ Þjálfarinn gerir meiri kröfur til reynslumeiri leikmanna og var ekki sáttur við framlag þeirra í leiknum í dag. Gerir meiri kröfur til reynslumeiri leikmanna „Við getum gert betur en þetta og það voru of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag. Það munaði um minna, þessir svokölluðu lykilmenn þurfa að eiga betri leiki en þetta.“ „Við erum með ungt lið og þeir eiga að draga vagninn fyrir þá ungu, þessir reynslumeiri leikmenn og landsliðsmenn. Það vantaði upp á þetta í dag,“ sagði Haraldur að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
„Þetta var á mörgum sviðum, við vorum undir á öllum pörtum í þessum leik. Hvort sem það var baráttan eða gæðin, vantaði töluvert upp á til þess að eiga break á móti liði ársins,“ sagði Haraldur skömmu eftir leikinn í Lambhagahöllinni. Framarar áttu ágætis kafla í byrjun seinni hálfleiks en það varð skammvinnt, því Valskonur sigldu fljótt fram úr að nýju. „Vörnin lagaðist aðeins, þegar við breyttum og plúsuðum á Lovísu [Thompson] og þær áttu í erfiðleikum með að skora, allavega í korter í seinni hálfleik. Svo misstum við það líka niður og þetta endaði í ellefu mörkum,“ sagði Haraldur. Haraldur segir að varnarleikurinn hafi verið öflugur í byrjun seinni hálfleiks en að liðið hafi ekki náð að fylgja því eftir með mörkum. Framarar áttu í kjölfarið í miklu basli með að finna glufur á sterkri vörn Vals í dag og skoruðu aðeins 19 mörk. Valur hóf leikinn af krafti og var með níu marka forskot í hálfleik.Vísir/Ernir Eyjólfsson „Á meðan vörnin var að halda í byrjun seinni hálfleiks áttum við í miklum erfiðleikum með að skora. Fengum fullt af sóknum til þess að minnka þetta niður í fimm mörk en skoruðum ekki.“ „Þau fáu skipti sem við náðum að vinna einn á einn stöðuna þá varði Hafdís [Renötudóttir] það bara. Það var við ramman reip að etja í dag.“ Þjálfarinn gerir meiri kröfur til reynslumeiri leikmanna og var ekki sáttur við framlag þeirra í leiknum í dag. Gerir meiri kröfur til reynslumeiri leikmanna „Við getum gert betur en þetta og það voru of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag. Það munaði um minna, þessir svokölluðu lykilmenn þurfa að eiga betri leiki en þetta.“ „Við erum með ungt lið og þeir eiga að draga vagninn fyrir þá ungu, þessir reynslumeiri leikmenn og landsliðsmenn. Það vantaði upp á þetta í dag,“ sagði Haraldur að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira