Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Kolbeinn Tumi Daðason og Árni Sæberg skrifa 9. janúar 2026 18:46 Héraðsdómur Reykjaness mun dæma í málinu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins. Karlmaðurinn var handtekinn um miðjan september vegna gruns um að hann hefði brotist inn á heimili drengsins, farið inn í herbergi hans og brotið þar á honum kynferðislega. Lögregla krafðist ekki gæsluvarðhalds yfir honum og hann hefur því verið frjáls ferða sinna síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft málið til rannsóknar síðan það kom upp en það var sent á borð héraðssaksóknara í gær. Það var svo strax í dag sem gefin var út ákæra á hendur manninum. Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann sæti ákæru fyrir brot á þremur ákvæðum hegningarlaga, sem varða nauðgun, samræði eða önnur kynferðismök við barn, og húsbrot. Lögregla krafðist ekki varðhalds en saksóknari er ósammála Þá hefur verið ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum. „Þetta er að okkar mati það alvarlegt afbrot að þetta má ekki bíða neitt og full ástæða til að hann sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Karl Ingi. Maðurinn kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness síðdegis í dag en málinu var frestað til klukkan sjö í kvöld til að gefa verjanda mannsins færi á að kynna sér gæsluvarðhaldskröfuna. Á eftirfarandi myndbandi má sjá manninn á leið fyrir dóm. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir að maðurinn var handtekinn að þótt ekki hefði verið krafist gæsluvarðhalds yfir honum liti lögregla málið mjög alvarlegum augum. Hún sagði lögreglu hafa verið búna að tryggja alla þá rannsóknarhagsmuni sem tryggja þurfti og því hefði ekki verið talið að maðurinn gæti spillt rannsókninni yrði honum sleppt úr haldi. Því hefði ekki verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Einnig væri hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum á grundvelli almannahagsmuna. Hildur Sunna sagði að til þess þyrfti sterkur grunur að liggja fyrir. Sterkur grunur væri lagalegt hugtak sem fæli í sér að mál þyrfti að vera upplýst að fullu. Slíkur sterkur grunur hefði ekki verið talinn vera uppi í málinu og því hefði manninum verið sleppt lausum. Svo virðist sem embætti Héraðssaksóknara telji sterkan grun liggja fyrir í málinu. Kúgaðist og öskurgrét Foreldrar drengsins stigu fram undir nafnleynd í viðtali við Heimildina í október. Þar sögðust þau hafa talið son sinn hafa vaknað við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Karlmaðurinn var handtekinn um miðjan september vegna gruns um að hann hefði brotist inn á heimili drengsins, farið inn í herbergi hans og brotið þar á honum kynferðislega. Lögregla krafðist ekki gæsluvarðhalds yfir honum og hann hefur því verið frjáls ferða sinna síðan. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft málið til rannsóknar síðan það kom upp en það var sent á borð héraðssaksóknara í gær. Það var svo strax í dag sem gefin var út ákæra á hendur manninum. Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann sæti ákæru fyrir brot á þremur ákvæðum hegningarlaga, sem varða nauðgun, samræði eða önnur kynferðismök við barn, og húsbrot. Lögregla krafðist ekki varðhalds en saksóknari er ósammála Þá hefur verið ákveðið að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum. „Þetta er að okkar mati það alvarlegt afbrot að þetta má ekki bíða neitt og full ástæða til að hann sæti gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Karl Ingi. Maðurinn kom fyrir dómara við Héraðsdóm Reykjaness síðdegis í dag en málinu var frestað til klukkan sjö í kvöld til að gefa verjanda mannsins færi á að kynna sér gæsluvarðhaldskröfuna. Á eftirfarandi myndbandi má sjá manninn á leið fyrir dóm. Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við fréttastofu nokkrum dögum eftir að maðurinn var handtekinn að þótt ekki hefði verið krafist gæsluvarðhalds yfir honum liti lögregla málið mjög alvarlegum augum. Hún sagði lögreglu hafa verið búna að tryggja alla þá rannsóknarhagsmuni sem tryggja þurfti og því hefði ekki verið talið að maðurinn gæti spillt rannsókninni yrði honum sleppt úr haldi. Því hefði ekki verið talin ástæða til þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Einnig væri hægt að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum á grundvelli almannahagsmuna. Hildur Sunna sagði að til þess þyrfti sterkur grunur að liggja fyrir. Sterkur grunur væri lagalegt hugtak sem fæli í sér að mál þyrfti að vera upplýst að fullu. Slíkur sterkur grunur hefði ekki verið talinn vera uppi í málinu og því hefði manninum verið sleppt lausum. Svo virðist sem embætti Héraðssaksóknara telji sterkan grun liggja fyrir í málinu. Kúgaðist og öskurgrét Foreldrar drengsins stigu fram undir nafnleynd í viðtali við Heimildina í október. Þar sögðust þau hafa talið son sinn hafa vaknað við martröð þegar hann tilkynnti þeim eldsnemma morguns að maður hefði verið inni í herbergi hans. Móðirin kúgaðist og öskugrét eftir að hafa heyrt lýsingar drengsins á brotinu.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Hafnarfjörður Grunaður um kynferðisbrot gegn barni í Hafnarfirði Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira