Skilur stress þjóðarinnar betur Valur Páll Eiríksson skrifar 9. janúar 2026 09:01 Ómar Ingi segist aldrei aftur vilja horfa á stórmót úr sófanum. Vísir/Ívar Fannar Ómar Ingi Magnússon segist hafa öðlast nýja virðingu fyrir íslensku handboltaáhugafólki er hann neyddist til að horfa á HM í janúar í fyrra. Hann mætir tvíefldur til leiks í ár. Ómar Ingi sat heima vegna meiðsla þegar Ísland keppti á HM í Króatíu í janúar síðastliðnum. Það munaði um minna enda Ómar á meðal fremri handboltamanna heims og hefur raðað inn titlum með Magdeburg. Hann hefur farið mikinn í haust og segist hafa verið með komandi stórmót á bakvið eyrað. „Klárlega. Stórmót er alltaf dálítill hápunktur. Þú horfir svolítið á janúar, ert með hann í huga, að vera heill og í góðu standi. Svo viltu vera heill í lok tímabils þegar Final Four (úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu) er. Það eru þessir tveir hápunktar sem þú vilt toppa á. Þetta hefur klárlega verið á markmið,“ segir Ómar í Sportpakkanum á Sýn. Nennir ekki að horfa aftur á stórmót Ómar segist þá hafa fengið betri skilning á stressi landans yfir leikjum liðsins, þegar hann neyddist til að horfa á síðast mót. „Það var náttúrulega ekkert gaman að horfa á þetta í fyrra,“ segir Ómar og hlær. „Ég nenni því ekki neitt aftur. Ég er bara þakklátur fyrir að vera með, að vera heill, og hlakka til að spila,“ segir Ómar enn fremur og segist ekki hafa liðið neitt sérlega vel á sófanum yfir leikjum íslenska liðsins. „Ég var mjög stressaður, miklu stressaðri en ef ég væri að spila. Ég skildi aðeins betur hvernig fólki líður heima sem er að horfa á þetta.“ Fólk má gera þær kröfur sem þær vill Iðulega er markið sett hátt fyrir stórmótin í janúar. Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður og sérfræðingur á RÚV segir stefnuna eiga að vera setta á undanúrslit og Kristján Örn Kristjánsson, sem datt út úr landsliðshópnum vegna meiðsla, segir íslenska liðið geta unnið til verðlauna. En hvaða kröfur finnst Ómari að við eigum við að gera fyrir komandi mót? „Ég veit það ekki alveg. Þú gerir bara þær kröfur sem þú vilt,“ segir Ómar léttur og bætir við: „En við gerum þær kröfur að spila vel, við viljum byrja vel í fyrsta leik og ná góðum úrslitum. Þar liggur okkar einbeiting, að gera vel í riðlinum til að byrja með. Ég held það borgi sig ekki fyrir okkur að hugsa mikið lengra,“ segir Ómar. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Ómar Ingi sat heima vegna meiðsla þegar Ísland keppti á HM í Króatíu í janúar síðastliðnum. Það munaði um minna enda Ómar á meðal fremri handboltamanna heims og hefur raðað inn titlum með Magdeburg. Hann hefur farið mikinn í haust og segist hafa verið með komandi stórmót á bakvið eyrað. „Klárlega. Stórmót er alltaf dálítill hápunktur. Þú horfir svolítið á janúar, ert með hann í huga, að vera heill og í góðu standi. Svo viltu vera heill í lok tímabils þegar Final Four (úrslitahelgin í Meistaradeild Evrópu) er. Það eru þessir tveir hápunktar sem þú vilt toppa á. Þetta hefur klárlega verið á markmið,“ segir Ómar í Sportpakkanum á Sýn. Nennir ekki að horfa aftur á stórmót Ómar segist þá hafa fengið betri skilning á stressi landans yfir leikjum liðsins, þegar hann neyddist til að horfa á síðast mót. „Það var náttúrulega ekkert gaman að horfa á þetta í fyrra,“ segir Ómar og hlær. „Ég nenni því ekki neitt aftur. Ég er bara þakklátur fyrir að vera með, að vera heill, og hlakka til að spila,“ segir Ómar enn fremur og segist ekki hafa liðið neitt sérlega vel á sófanum yfir leikjum íslenska liðsins. „Ég var mjög stressaður, miklu stressaðri en ef ég væri að spila. Ég skildi aðeins betur hvernig fólki líður heima sem er að horfa á þetta.“ Fólk má gera þær kröfur sem þær vill Iðulega er markið sett hátt fyrir stórmótin í janúar. Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður og sérfræðingur á RÚV segir stefnuna eiga að vera setta á undanúrslit og Kristján Örn Kristjánsson, sem datt út úr landsliðshópnum vegna meiðsla, segir íslenska liðið geta unnið til verðlauna. En hvaða kröfur finnst Ómari að við eigum við að gera fyrir komandi mót? „Ég veit það ekki alveg. Þú gerir bara þær kröfur sem þú vilt,“ segir Ómar léttur og bætir við: „En við gerum þær kröfur að spila vel, við viljum byrja vel í fyrsta leik og ná góðum úrslitum. Þar liggur okkar einbeiting, að gera vel í riðlinum til að byrja með. Ég held það borgi sig ekki fyrir okkur að hugsa mikið lengra,“ segir Ómar.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fleiri fréttir „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti