Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar 7. janúar 2026 11:02 Í umsögnum um Fjarðarheiðargöng segir Samgöngufélagið: „…væri t.d. fróðlegt að sjá hvað aukinn búnað þarf til að tryggja öryggi í göngum sem leiðir af hinni miklu lengd þeirra, en sem fram hefur komið eru þau tíundu lengstu veggöng í heimi, hvorki meira né minna.“ (áhersla greinarhöfundar). Þarna er gefið í skyn að 13,2 km jarðgöng séu óðs manns æði. Að þau verði tíundu lengstu veggöng í heimi og því er það fásinna að ráðast í verkið. Vegagerðin svarar þessari umsögn skilmerkilega í “Viðbrögðum við umsögnum” m.a. aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar. En hvenær er verk of stórt? Kárahnjúkastífla varð stærsta stífla sinnar tegundar í Evrópu á þeim árum. En ef orðalagið er skoðað eru jarðgöng sem fara í topp tíu í heimi algert glapræði, eins og áður segir. En hvað ef það komu göng síðan þessi umsögn var gerð sem gerir Fjarðarheiðargöng “bara” elleftu lengstu í heimi? West Connex opnaði árið 2023 í Sydney, Ovit í Tyrklandi sömuleiðis. Muzhailing í Ganzu 2024, Tianshan Shengli í Xinjang 2025. Umsögnin er frá júlí 2022. Þarna eru komin nokkur göng síðan. Þá eru Fjarðarheiðargöng komin niður í 17 sæti. Því að þarna er reyndar rangfært að þau hefðu á þessum tíma orðið tíundu lengstu veggöng heims. Þá má skoða verkefni sem eru á dagskrá í heiminum í dag – en ég ætla að láta Evrópu duga: Rogfast, Noregi. Flotgöng, veg- og járnbraut: 26,7 km, opnar 2033 Förbifart, Svíþjóð. 16,5 km, opnar 2030 Fehmarn belt, Danmörk/Þýskaland. Botnfest einingagöng, veg- og járnbraut: 17,6 km, opnar 2029 Suðuroyartunnilin, Færeyjar. Undir hafsbotni, 26 km á undirbúningsstigi, opnar eftir 2030 Þrenn göng komast uppfyrir áætluð Fjarðarheiðargöng ef farið yrði í þau núna og gert ráð fyrir sjö ára framkvæmdatíma, þá gætu göngin í Suðurey einnig farið framúr, ef ný samgönguáætlun á að taka gildi. Þá eru Fjarðarheiðargöng “bara” komin í 22. sætið og fjölmörg önnur göng enn ekki nefnd hér, á framkvæmda- eða undirbúningsstigi. Þannig að þetta er kannski ekki svo rosalegt. Mig langar svo að nefna göngin undir Brenner Pass, sem reyndar eru járnbrautargöng. Þau tengja Innsbruck í Austurríki við tæplega 1000 manna bæ í Ítölsku ölpunum, sem kallast Franzensfeste og eru 55 km long (64 um aðgöng (en: bypass). Kostnaðurinn er 1,5 milljón milljarðar íslenskra króna. Einhverjum datt í hug að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á fjölda íbúa á Seyðisfirði, en þar var gleymt að ferja Smyril Line og fjöldi skemmtiferðaskipa kemur í fjörðinn á ári hverju. Ef maður vill má maður sjálfur reikna 1,5 milljón milljarða á höfðatöluna 1000 en það „meikar ekkert sens“, frekar en að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á höfðatölu íbúa Seyðisfjarðar. Að lengd eða kostnaður ganganna sé til fyrirstöðu er varla rétt, nema það þjóni pólitískum tilgangi. Kostnaður er metinn aðeins 6 ma. hærri en við svökölluð “Fjarðagöng” sem nú voru sett framfyrir í drögum að nýrri samgönguáætlun. Ætlun þeirra sem tala hæst fyrir “Fjarðagöngum” er svo þriðju göngin undir Mjóafjarðarheiði, sem ekki eru mikið ódýrari en Fjarðaheiðargöng. Það besta í stöðunni fyrir Austurland er að byrja á Fjarðarheiðargöngum, sem eru tilbúin til útboðs og fara síðar í “Fjarðagöngin” (Mjóafjarðar- og Seyðisfjarðargöng, bæði um Mjóafjörð til Fannardals í Norðfirði). Einhverjir virðast halda að það sé hægt að gera þrjú göng á svæðinu fyrir sama verð og ein Fjarðarheiðargöng. Það er alrangt og mjög skrítin stærðfræði á bak við þær kenningar. Eru göng um Öxnadalsheiði (með neikvæðari arðsemi en Fjarðarheiðargöng, með sambærilega eða minni áætlaða umferð, sérstaklega eftir byggingu “Fjarðaganga”) uppá 11 km þá í lagi? Eða 22 km göng á Tröllaskaga? Eða á sama svæði, tvenn göng um Skíðadal, samanlagt ca. 29 km. og bæði göngin um og yfir 13 km? Þetta er kynnt sem raunhæfir möguleikar hjá Vegagerðinni og einnig sbr. þingsályktunartillögu á 155. Löggjafarþingi, þingskjal 105. Verðin eru 34-67 ma. Eru þau verkefni “fjárhagslega forsvaranleg”? Innviðaráðherra var meðal flutningsmanna tillögunnar. Eru 10 km max-ið fyrir göng á Íslandi? Má þá ekki bara gefa það út? Eða gildir að bara á Austfjörðum? Þessi umræða er komin langt út fyrir staðreyndir málsins. Fjarðarheiðagöng eru samþykkt af Alþingi, þau eiga að vera næstu göng – og Austfirðingar eiga að standa saman að þeim og tryggja Fjarðagöng í kjölfarið. Höfundur er alþjóðaviðskipta- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Í umsögnum um Fjarðarheiðargöng segir Samgöngufélagið: „…væri t.d. fróðlegt að sjá hvað aukinn búnað þarf til að tryggja öryggi í göngum sem leiðir af hinni miklu lengd þeirra, en sem fram hefur komið eru þau tíundu lengstu veggöng í heimi, hvorki meira né minna.“ (áhersla greinarhöfundar). Þarna er gefið í skyn að 13,2 km jarðgöng séu óðs manns æði. Að þau verði tíundu lengstu veggöng í heimi og því er það fásinna að ráðast í verkið. Vegagerðin svarar þessari umsögn skilmerkilega í “Viðbrögðum við umsögnum” m.a. aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar. En hvenær er verk of stórt? Kárahnjúkastífla varð stærsta stífla sinnar tegundar í Evrópu á þeim árum. En ef orðalagið er skoðað eru jarðgöng sem fara í topp tíu í heimi algert glapræði, eins og áður segir. En hvað ef það komu göng síðan þessi umsögn var gerð sem gerir Fjarðarheiðargöng “bara” elleftu lengstu í heimi? West Connex opnaði árið 2023 í Sydney, Ovit í Tyrklandi sömuleiðis. Muzhailing í Ganzu 2024, Tianshan Shengli í Xinjang 2025. Umsögnin er frá júlí 2022. Þarna eru komin nokkur göng síðan. Þá eru Fjarðarheiðargöng komin niður í 17 sæti. Því að þarna er reyndar rangfært að þau hefðu á þessum tíma orðið tíundu lengstu veggöng heims. Þá má skoða verkefni sem eru á dagskrá í heiminum í dag – en ég ætla að láta Evrópu duga: Rogfast, Noregi. Flotgöng, veg- og járnbraut: 26,7 km, opnar 2033 Förbifart, Svíþjóð. 16,5 km, opnar 2030 Fehmarn belt, Danmörk/Þýskaland. Botnfest einingagöng, veg- og járnbraut: 17,6 km, opnar 2029 Suðuroyartunnilin, Færeyjar. Undir hafsbotni, 26 km á undirbúningsstigi, opnar eftir 2030 Þrenn göng komast uppfyrir áætluð Fjarðarheiðargöng ef farið yrði í þau núna og gert ráð fyrir sjö ára framkvæmdatíma, þá gætu göngin í Suðurey einnig farið framúr, ef ný samgönguáætlun á að taka gildi. Þá eru Fjarðarheiðargöng “bara” komin í 22. sætið og fjölmörg önnur göng enn ekki nefnd hér, á framkvæmda- eða undirbúningsstigi. Þannig að þetta er kannski ekki svo rosalegt. Mig langar svo að nefna göngin undir Brenner Pass, sem reyndar eru járnbrautargöng. Þau tengja Innsbruck í Austurríki við tæplega 1000 manna bæ í Ítölsku ölpunum, sem kallast Franzensfeste og eru 55 km long (64 um aðgöng (en: bypass). Kostnaðurinn er 1,5 milljón milljarðar íslenskra króna. Einhverjum datt í hug að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á fjölda íbúa á Seyðisfirði, en þar var gleymt að ferja Smyril Line og fjöldi skemmtiferðaskipa kemur í fjörðinn á ári hverju. Ef maður vill má maður sjálfur reikna 1,5 milljón milljarða á höfðatöluna 1000 en það „meikar ekkert sens“, frekar en að reikna kostnað Fjarðarheiðarganga á höfðatölu íbúa Seyðisfjarðar. Að lengd eða kostnaður ganganna sé til fyrirstöðu er varla rétt, nema það þjóni pólitískum tilgangi. Kostnaður er metinn aðeins 6 ma. hærri en við svökölluð “Fjarðagöng” sem nú voru sett framfyrir í drögum að nýrri samgönguáætlun. Ætlun þeirra sem tala hæst fyrir “Fjarðagöngum” er svo þriðju göngin undir Mjóafjarðarheiði, sem ekki eru mikið ódýrari en Fjarðaheiðargöng. Það besta í stöðunni fyrir Austurland er að byrja á Fjarðarheiðargöngum, sem eru tilbúin til útboðs og fara síðar í “Fjarðagöngin” (Mjóafjarðar- og Seyðisfjarðargöng, bæði um Mjóafjörð til Fannardals í Norðfirði). Einhverjir virðast halda að það sé hægt að gera þrjú göng á svæðinu fyrir sama verð og ein Fjarðarheiðargöng. Það er alrangt og mjög skrítin stærðfræði á bak við þær kenningar. Eru göng um Öxnadalsheiði (með neikvæðari arðsemi en Fjarðarheiðargöng, með sambærilega eða minni áætlaða umferð, sérstaklega eftir byggingu “Fjarðaganga”) uppá 11 km þá í lagi? Eða 22 km göng á Tröllaskaga? Eða á sama svæði, tvenn göng um Skíðadal, samanlagt ca. 29 km. og bæði göngin um og yfir 13 km? Þetta er kynnt sem raunhæfir möguleikar hjá Vegagerðinni og einnig sbr. þingsályktunartillögu á 155. Löggjafarþingi, þingskjal 105. Verðin eru 34-67 ma. Eru þau verkefni “fjárhagslega forsvaranleg”? Innviðaráðherra var meðal flutningsmanna tillögunnar. Eru 10 km max-ið fyrir göng á Íslandi? Má þá ekki bara gefa það út? Eða gildir að bara á Austfjörðum? Þessi umræða er komin langt út fyrir staðreyndir málsins. Fjarðarheiðagöng eru samþykkt af Alþingi, þau eiga að vera næstu göng – og Austfirðingar eiga að standa saman að þeim og tryggja Fjarðagöng í kjölfarið. Höfundur er alþjóðaviðskipta- og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar