Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. janúar 2026 22:31 Páll Pálsson fasteignasali fór yfir horfurnar á fasteignamarkaði. Bylgjan Páll Pálsson fasteignasali segir að fasteignamarkaðurinn sé eiginlega tvískiptur eins og staðan er í dag. Eldri eignir seljist vel á meðan nýbyggingar seljist mun hægar. Hann telur mikinn verðmun skýra þessa stöðu en önnur mál eins og bílastæðaskortur hafi einnig áhrif. Páll fór yfir sviðið og hofurnar á fasteignamarkaði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í viðtalinu að greiningardeildir bankanna væru að spá frá fjögur til sex prósenta hækkun fasteignaverðs á árinu, og sagðist Páll telja spárnar raunhæfar og vel rökstuddar. Nýbyggingar of dýrar Páll segir nýbyggingar séu sennilega of dýrar og það útskýri stöðuna á markaðnum. „Meðalfermetraverð í fyrra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu var í kringum 800.000. Og það hefur oft verið sagt að það má ekkert vera meiri en svona fimmtán prósenta munur á eldri eignum og nýbyggingum.“ „En þegar að nýbyggingarnar eru auglýstar, margar hverjar, á milljón til 1.200.000 fermetrinn, þú veist, 100 fermetra íbúð þá á 100 milljónir, 110, eða 120. Á meðan getum við fengið kannski notaða 100 fermetra íbúð fyrir kannski 80 og 85 milljónir.“ Kostnaður verktaka mikill Verktakarnir hafi margir mikinn metnað og vilja til að hafa lægri verð, en kostnaðurinn við byggingarframkvæmdir sé orðinn gríðarlega mikill. „Yfirvöld hafa verið að hvetja verktakana til að lækka verðið. Verktakarnir hafa sagt á móti: „Ekkert mál, lækkið þá kostnaðinn okkar við að byggja.“ Verktakarnir eru ekkert með mjög mikinn hagnað. Það er ekkert mikill hagnaður út úr þessu per se.“ „Þannig að, sko, kostnaðurinn hefur náttúrulega aukist alveg gríðarlega og bara kostnaðurinn bara við opinberu gjöldin líka, allt of, allt of hár.“ Bílastæðamálin fyrirstaða Páll segir að mörgum kaupendum finnist nýbyggingar á þéttingarreitum þar sem lítið er um bílastæði ekki spennandi. „Þetta bara hentar ekki. Það kannski vill íbúðina, en þetta er fyrirstaða hjá svo mörgum kaupendum. Þú ert kannski með 100 íbúða kjarna, og ert kannski með 40 bílastæði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Páll fór yfir sviðið og hofurnar á fasteignamarkaði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Fram kom í viðtalinu að greiningardeildir bankanna væru að spá frá fjögur til sex prósenta hækkun fasteignaverðs á árinu, og sagðist Páll telja spárnar raunhæfar og vel rökstuddar. Nýbyggingar of dýrar Páll segir nýbyggingar séu sennilega of dýrar og það útskýri stöðuna á markaðnum. „Meðalfermetraverð í fyrra í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu var í kringum 800.000. Og það hefur oft verið sagt að það má ekkert vera meiri en svona fimmtán prósenta munur á eldri eignum og nýbyggingum.“ „En þegar að nýbyggingarnar eru auglýstar, margar hverjar, á milljón til 1.200.000 fermetrinn, þú veist, 100 fermetra íbúð þá á 100 milljónir, 110, eða 120. Á meðan getum við fengið kannski notaða 100 fermetra íbúð fyrir kannski 80 og 85 milljónir.“ Kostnaður verktaka mikill Verktakarnir hafi margir mikinn metnað og vilja til að hafa lægri verð, en kostnaðurinn við byggingarframkvæmdir sé orðinn gríðarlega mikill. „Yfirvöld hafa verið að hvetja verktakana til að lækka verðið. Verktakarnir hafa sagt á móti: „Ekkert mál, lækkið þá kostnaðinn okkar við að byggja.“ Verktakarnir eru ekkert með mjög mikinn hagnað. Það er ekkert mikill hagnaður út úr þessu per se.“ „Þannig að, sko, kostnaðurinn hefur náttúrulega aukist alveg gríðarlega og bara kostnaðurinn bara við opinberu gjöldin líka, allt of, allt of hár.“ Bílastæðamálin fyrirstaða Páll segir að mörgum kaupendum finnist nýbyggingar á þéttingarreitum þar sem lítið er um bílastæði ekki spennandi. „Þetta bara hentar ekki. Það kannski vill íbúðina, en þetta er fyrirstaða hjá svo mörgum kaupendum. Þú ert kannski með 100 íbúða kjarna, og ert kannski með 40 bílastæði.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fasteignamarkaður Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira