Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Valur Páll Eiríksson skrifar 6. janúar 2026 20:20 Basile var stigahæstur hjá Stólunum í kvöld. Vísir/Pawel Tindastóll lagði Sigal Pristhina frá Kósóvó eftir framlengdan leik ytra í kvöld. Gott gengi í Norður-Evrópukeppninni heldur því áfram. Tindastólsmenn urðu fyrir áfalli fyrir leik kvöldsins þegar serbneskum leikmanni liðsins, Ivan Gavrilovic, var meinuð innganga í Kósóvó við vegabréfaeftirlit í landinu. Ástæðan mun vera pólitísk en köldu hefur andað milli ríkjanna eftir að Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008. Það munar um minna en Gavrilovic hefur skorað tæplega 18 stig að meðaltali í leik fyrir Stólana í vetur. Heimamenn byrjuðu leik kvöldsins betur og sérstaklega áttu Tindastólsmenn erfitt með Bandaríkjamanninn Adrio Bailey. Sá skoraði 14 af 23 stigum Pristhina í leikhlutanum og staðan 23-16 að honum loknum. Lið Pristhina virtist ætla að gera út um leikinn í öðrum leikhluta er það byrjaði hann á 10-2 kafla. Stólarnir svöruðu fyrir sig, skoruðu 17 gegn átta stigum eftir þá slöku byrjun og munurinn sex stig í hálfleik, 41-35 fyrir Kósóvóana. Enn voru Kósóvóarnir með frumkvæðið og leiddu 71-59 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann gegn Stólum sem gekk bölvanlega að hitta körfuna – með hittni upp á rúm 30 prósent í fyrstu þremur leikhlutunum. Það breyttist í fjórða leikhlutanum. Heimamenn voru með 13 stiga forystu, 80-67, þegar Stólarnir hrukku heldur betur í gang, röðuðu niður þriggja stiga skotum og skyndilega eftir eina slíka frá Davids Geks, var staðan 84-83 fyrir Tindastól þegar tvær mínútur voru eftir. Á þeim kafla skoraði Tindastóll því 17 stig gegn aðeins þremur heimamanna. Við tóku æsispennandi lokamínútur. Pristhina jafnaði leikinn 87-87 þegar 8,8 sekúndur voru eftir og Arnar Guðjónsson tók leikhlé. Dedrick Basile réðist á körfuna en skot hans varið. Geks stal boltanum á ögurstundu og skilaði sigrinum í hús.Vísir/Pawel Því þurfti að framlengja leikinn. Þar var Tindastóll skrefi á undan í jöfnum leik. Heimamenn klikkuðu á vítaskoti í stöðunni 99-97 þegar 24 sekúndur voru eftir, tóku frákastið en Geks gerði frábærlega að stela boltanum fyrir Stólana. Hann sótti brot, fór á vítalínuna og skoraði úr báðum, staðan 101-97. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum en ljóst að Stólarnir færu heim með stigin í farteskinu. Lokatölur 104-98 eftir magnaða endurkomu. Dedrick Basile skoraði 27 stig fyrir Stólana í kvöld, Adomas Drungilas var með 21 stig og Taiwo Badmus með 18 stig og 13 fráköst. Stólarnir hafa því unnið fimm af sex leikjum í keppninni hingað til og standa vel að vígi fyrir framhaldið. Næsti leikur liðsins er við Dinamo Zagreb frá Króatíu á Króknum þann 20. janúar næst komandi. Tindastóll Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Tindastólsmenn urðu fyrir áfalli fyrir leik kvöldsins þegar serbneskum leikmanni liðsins, Ivan Gavrilovic, var meinuð innganga í Kósóvó við vegabréfaeftirlit í landinu. Ástæðan mun vera pólitísk en köldu hefur andað milli ríkjanna eftir að Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði árið 2008. Það munar um minna en Gavrilovic hefur skorað tæplega 18 stig að meðaltali í leik fyrir Stólana í vetur. Heimamenn byrjuðu leik kvöldsins betur og sérstaklega áttu Tindastólsmenn erfitt með Bandaríkjamanninn Adrio Bailey. Sá skoraði 14 af 23 stigum Pristhina í leikhlutanum og staðan 23-16 að honum loknum. Lið Pristhina virtist ætla að gera út um leikinn í öðrum leikhluta er það byrjaði hann á 10-2 kafla. Stólarnir svöruðu fyrir sig, skoruðu 17 gegn átta stigum eftir þá slöku byrjun og munurinn sex stig í hálfleik, 41-35 fyrir Kósóvóana. Enn voru Kósóvóarnir með frumkvæðið og leiddu 71-59 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann gegn Stólum sem gekk bölvanlega að hitta körfuna – með hittni upp á rúm 30 prósent í fyrstu þremur leikhlutunum. Það breyttist í fjórða leikhlutanum. Heimamenn voru með 13 stiga forystu, 80-67, þegar Stólarnir hrukku heldur betur í gang, röðuðu niður þriggja stiga skotum og skyndilega eftir eina slíka frá Davids Geks, var staðan 84-83 fyrir Tindastól þegar tvær mínútur voru eftir. Á þeim kafla skoraði Tindastóll því 17 stig gegn aðeins þremur heimamanna. Við tóku æsispennandi lokamínútur. Pristhina jafnaði leikinn 87-87 þegar 8,8 sekúndur voru eftir og Arnar Guðjónsson tók leikhlé. Dedrick Basile réðist á körfuna en skot hans varið. Geks stal boltanum á ögurstundu og skilaði sigrinum í hús.Vísir/Pawel Því þurfti að framlengja leikinn. Þar var Tindastóll skrefi á undan í jöfnum leik. Heimamenn klikkuðu á vítaskoti í stöðunni 99-97 þegar 24 sekúndur voru eftir, tóku frákastið en Geks gerði frábærlega að stela boltanum fyrir Stólana. Hann sótti brot, fór á vítalínuna og skoraði úr báðum, staðan 101-97. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum en ljóst að Stólarnir færu heim með stigin í farteskinu. Lokatölur 104-98 eftir magnaða endurkomu. Dedrick Basile skoraði 27 stig fyrir Stólana í kvöld, Adomas Drungilas var með 21 stig og Taiwo Badmus með 18 stig og 13 fráköst. Stólarnir hafa því unnið fimm af sex leikjum í keppninni hingað til og standa vel að vígi fyrir framhaldið. Næsti leikur liðsins er við Dinamo Zagreb frá Króatíu á Króknum þann 20. janúar næst komandi.
Tindastóll Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira