Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2026 14:10 Einungist 12.285 skjöl, af rúmum tveimur milljónum, hafa verið birt. AP/Jon Elswick Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sögðu frá því í gær að enn væri verið að fara yfir milljónir skjala af Epstein-skjölunum svokölluðu. Rúmar tvær vikur eru síðan ráðuneytið átti að birta öll gögnin en búið er að birta innan við eitt prósent af öllum skjölunum. Í bréfi til dómara segir Jay Clayton, æðsti alríkissaksóknari Manhattan, að enn sé ekki búið að fara yfir fleiri en tvær milljónir skjala. Einungis 12.285 skjöl, í heildina 125.575 blaðsíður, hafa verið birt enn sem komið er. Þá viðurkenndi Clayton að um milljón skjala sem tengdust máli Jeffreys Epstein hefðu nýverið fundist og að verið væri að fara yfir þau. Í frétt Politico er haft eftir honum að mörg þeirra skjala hafi mátt finna í Epstein-skjölunum fyrir. Rúmlega fjögur hundruð lögmenn eru sagðir muna verja næstu vikum í að fara yfir öll þessi skjöl og afmá eða lita yfir þær upplýsingar sem þeim ber að fela. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin mátti eingöngu hylja upplýsingar eða myndir sem snúa að fórnarlömbum Epsteins og/eða fólki undir lögaldri. Mörg skjöl sem búið er að birta hafa verið mikið eða jafnvel alfarið lituð. Þá hefur komið í ljós að lögmenn ráðuneytisins hafa afmáð skjöl sem hafa áður verið birt í heilu lagi. Þetta hefur vakið miklar spurningar um hvaða upplýsingar verið sé að hylma yfir en samkvæmt áðurnefndum lögum á ráðuneytið að gera þingmönnum grein fyrir því. Það hefur ekki verið gert. Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Vilja enn upplýsingar um samkomulag Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast. Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tóninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Þingmenn hafa kvartað yfir því að ekki hafi verið birtar upplýsingar sem snúa að umdeildu samkomulagi sem Epstein gerði á árum áður við saksóknara í Flórída. Undir lok árs 2007, þegar Epstein var bæði til rannsóknar hjá lögreglunni í Flórída og Alríkislögreglunni, gerði hann umdeilt samkomulag við saksóknarann Alex Acosta. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34 Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Í bréfi til dómara segir Jay Clayton, æðsti alríkissaksóknari Manhattan, að enn sé ekki búið að fara yfir fleiri en tvær milljónir skjala. Einungis 12.285 skjöl, í heildina 125.575 blaðsíður, hafa verið birt enn sem komið er. Þá viðurkenndi Clayton að um milljón skjala sem tengdust máli Jeffreys Epstein hefðu nýverið fundist og að verið væri að fara yfir þau. Í frétt Politico er haft eftir honum að mörg þeirra skjala hafi mátt finna í Epstein-skjölunum fyrir. Rúmlega fjögur hundruð lögmenn eru sagðir muna verja næstu vikum í að fara yfir öll þessi skjöl og afmá eða lita yfir þær upplýsingar sem þeim ber að fela. Samkvæmt lögunum sem þvinguðu ríkisstjórn Trumps til að opinbera skjölin mátti eingöngu hylja upplýsingar eða myndir sem snúa að fórnarlömbum Epsteins og/eða fólki undir lögaldri. Mörg skjöl sem búið er að birta hafa verið mikið eða jafnvel alfarið lituð. Þá hefur komið í ljós að lögmenn ráðuneytisins hafa afmáð skjöl sem hafa áður verið birt í heilu lagi. Þetta hefur vakið miklar spurningar um hvaða upplýsingar verið sé að hylma yfir en samkvæmt áðurnefndum lögum á ráðuneytið að gera þingmönnum grein fyrir því. Það hefur ekki verið gert. Meðal þess sem ráðuneytið hefur verið sakað um að hylma eru nöfn saksóknara og löggæslumanna sem hafa komið að máli Epsteins í gegnum árin og upplýsingar um ákvarðanatökur innan ráðuneytisins í tengslum við Epstein. Vilja enn upplýsingar um samkomulag Epstein-skjölin eru í raun öll þau gögn sem ráðuneytið hefur aflað í gegnum árin vegna rannsókna sem tengst hafa brotum Epsteins og annarra sem honum tengjast. Áður en hann tók aftur við embætti hét Trump því að birta Epstein-skjölin öll og varpa ljósi á mál kynferðisbrotamannsins alræmda. Það tóku bandamenn hans og núverandi ráðherrar og embættismenn heilshugar undir. Tóninn breyttist þó fljótt eftir að Trump settist að í Hvíta húsinu og hefur hann síðan þá ekki viljað opinbera skjöl tengd Epstein. Það var ekki fyrr en nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins tóku höndum saman með Demókrötum og samþykktu lagafrumvarp sem skilyrti ráðuneytið til að opinbera gögnin sem hreyfing komst á hlutina. Þingmenn hafa kvartað yfir því að ekki hafi verið birtar upplýsingar sem snúa að umdeildu samkomulagi sem Epstein gerði á árum áður við saksóknara í Flórída. Undir lok árs 2007, þegar Epstein var bæði til rannsóknar hjá lögreglunni í Flórída og Alríkislögreglunni, gerði hann umdeilt samkomulag við saksóknarann Alex Acosta. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrir að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Donald Trump Erlend sakamál Tengdar fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34 Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09 Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44 Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Enn fleiri af svokölluðum Epstein-skjölum hafa verið birt af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Meðal gagnanna er tölvupóstur frá sem grunað er að sé frá Andrew Mountbatten-Windsor þar sem hann biður um „óviðeigandi vinkonur“. Þá kemur nafn Bandaríkjaforseta fyrir. 23. desember 2025 16:34
Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Skjöl sem vonast var til að varpað gætu frekara ljósi á mál barnaníðingsins Jeffrey Epstein virðast innihalda fáar nýjar upplýsingar. Ný skjöl frá 2007 sýna að rannsakendur ræddu við unga konu sem sagðist hafa fengið greitt fyrir að útvega Epstein stúlkur. 21. desember 2025 08:09
Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Hið minnsta sextán skrár hafa verið fjarlægðar af opinni vefsíðu bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem höfðu verið opinberaðar í gær í tengslum við barnaníðinginn Jeffrey Epstein. Þar á meðal hefur skjal sem sýndi ljósmynd af Donald Trump Bandaríkjaforseta horfið af vefsíðu ráðuneytisins, en ekki liggur fyrir hvers vegna. 20. desember 2025 23:44
Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti í gær þúsundir skjala sem tengjast máli Jeffreys Epstein, barnaníðingsins fræga og látna. Tiltölulega fljótt þótti þó ljóst að skjölin sem birt voru stæðust ekki væntingar margra um að varpa frekara ljósi á málið. 20. desember 2025 08:48