Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2026 20:49 Djordje Dzeletovic átti risaleik fyrir Þór í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn vann afar öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti ÍA í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-75. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og tók það liðin tæpar tvær mínútur að koma fyrstu stigunum loksins á töfluna. Eftir það vöknuðu liðin hins vegar til leiks og við tók hin mesta skemmtun. Heimamenn voru skrefinu framar stærstan hluta fyrsta leikhluta og náðu mest átta stiga forskoti, en leiddu með sex stigum að honum loknum. Í öðrum leikhluta voru heimamenn í Þór mun afkastameiri í sóknarleik sínum og Djordje Dzeletovic dró vagninn fyrir strákana frá Þorlákshöfn. Stóri maðurinn setti niður körfur í öllum regnbogans litum og endaði fyrri hálfleikinn með hvorki fleiri né færri en 25 stig. Þórsarar gengu því til búningsherbergja með 17 stiga forskot, staðan 58-41. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og sigu hægt og bítandi lengra framúr gestunum. Dzeletovic fékk hins vegar mikla hvíld það sem eftir lifði leiks, en það skipti ekki máli því Þórsarar héldu áfram að finna leiðir til að koma boltanum ofan í körfu ÍA. Þórsarar náðu mes 22 stiga forskoti í þriðja leikhluta og 34 stiga forskoti í þeim fjórða, en unnu að lokum 30 stiga sigur, 105-75. Atvik leiksins Það að Djordje Dzeletovic hafi klikkað á báðum vítum sínum í fyrstu sókn leiksins verður að fá að teljast atvik leiksins. Dzeletovic fann heldur betur miðið eftir það og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 31 stig, en hann fékk mikla og langa hvíld eftir hálfleikshléið. Stjörnur og skúrkar Auðvitað verður að nefna Djordje Dzeletovic hér. Maðurinn skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Heilir 42 framlagspunktar takk fyrir. Þá var Lazar Lugic einnig öflugur fyrir heimamenn og skoraði 21 stig og einnig má nefna þá Ísak Júlíus Perdue og Skarphéðinn Árna Þorbergsson, sem komu með mikla orku inn af bekknum. Ísak skilaði 14 stigum fyrir Þórsara og Skarphéðinn vann gríðarlega mikla varnarvinnu, sem ekki endilega sést á tölfræðiblaðinu góða. Skagamenn áttu hins vegar fæstir gott kvöld í kvöld. Lucien Thomas Christofis var atkvæðamestur með 16 stig, en nældi sér í fimm villur og náði ekki að klára leikinn. Josip Barnjak skoraði 15 stig og tók átta fráköst, en aðrir minna. Dómararnir Um miðbik annars leikhluta virtist vera að færast smá hiti í leikinn, en hann fjaraði hins vegar nokkuð fljótt út. Þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson og Friðrik Árnason fengu því ekki eriðasta verkefni vetrarins í kvöld, en komust vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það er aldrei nein rífandi stemning á leik sem er svo gott sem búinn í þriðja leikhluta, en vel var mætt í Icelandic Glacial höllina og stuðningsmenn heimamanna skemmtu sér í það minnsta vel. Þór Þorlákshöfn ÍA Bónus-deild karla Körfubolti
Þór Þorlákshöfn vann afar öruggan 30 stiga sigur er liðið tók á móti ÍA í 12. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld, 105-75. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og tók það liðin tæpar tvær mínútur að koma fyrstu stigunum loksins á töfluna. Eftir það vöknuðu liðin hins vegar til leiks og við tók hin mesta skemmtun. Heimamenn voru skrefinu framar stærstan hluta fyrsta leikhluta og náðu mest átta stiga forskoti, en leiddu með sex stigum að honum loknum. Í öðrum leikhluta voru heimamenn í Þór mun afkastameiri í sóknarleik sínum og Djordje Dzeletovic dró vagninn fyrir strákana frá Þorlákshöfn. Stóri maðurinn setti niður körfur í öllum regnbogans litum og endaði fyrri hálfleikinn með hvorki fleiri né færri en 25 stig. Þórsarar gengu því til búningsherbergja með 17 stiga forskot, staðan 58-41. Heimamenn héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og sigu hægt og bítandi lengra framúr gestunum. Dzeletovic fékk hins vegar mikla hvíld það sem eftir lifði leiks, en það skipti ekki máli því Þórsarar héldu áfram að finna leiðir til að koma boltanum ofan í körfu ÍA. Þórsarar náðu mes 22 stiga forskoti í þriðja leikhluta og 34 stiga forskoti í þeim fjórða, en unnu að lokum 30 stiga sigur, 105-75. Atvik leiksins Það að Djordje Dzeletovic hafi klikkað á báðum vítum sínum í fyrstu sókn leiksins verður að fá að teljast atvik leiksins. Dzeletovic fann heldur betur miðið eftir það og skoraði 25 stig í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 31 stig, en hann fékk mikla og langa hvíld eftir hálfleikshléið. Stjörnur og skúrkar Auðvitað verður að nefna Djordje Dzeletovic hér. Maðurinn skoraði 31 stig, tók 15 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Heilir 42 framlagspunktar takk fyrir. Þá var Lazar Lugic einnig öflugur fyrir heimamenn og skoraði 21 stig og einnig má nefna þá Ísak Júlíus Perdue og Skarphéðinn Árna Þorbergsson, sem komu með mikla orku inn af bekknum. Ísak skilaði 14 stigum fyrir Þórsara og Skarphéðinn vann gríðarlega mikla varnarvinnu, sem ekki endilega sést á tölfræðiblaðinu góða. Skagamenn áttu hins vegar fæstir gott kvöld í kvöld. Lucien Thomas Christofis var atkvæðamestur með 16 stig, en nældi sér í fimm villur og náði ekki að klára leikinn. Josip Barnjak skoraði 15 stig og tók átta fráköst, en aðrir minna. Dómararnir Um miðbik annars leikhluta virtist vera að færast smá hiti í leikinn, en hann fjaraði hins vegar nokkuð fljótt út. Þeir Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson og Friðrik Árnason fengu því ekki eriðasta verkefni vetrarins í kvöld, en komust vel frá sínu. Stemning og umgjörð Það er aldrei nein rífandi stemning á leik sem er svo gott sem búinn í þriðja leikhluta, en vel var mætt í Icelandic Glacial höllina og stuðningsmenn heimamanna skemmtu sér í það minnsta vel.