Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar 31. desember 2025 13:02 Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Samfylkingin Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Ég þekki Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra ekki persónulega. Hef aldrei hitt hana og þekki ekki til bakgrunns hennar né hæfileika umfram það sem blasir við mér sem almennum borgara. Hún kemur mér engu að síður fyrir sjónir sem trúverðugasti og sterkasti pólitíski leiðtogi sem komið hefur fram hér á landi um langt árabil. Þegar litið er yfir stjórnmálasviðið síðustu áratugi er ljóst að það er langt í frá sjálfgefið að stjórnmálaflokkar hafi sterka leiðtoga. Fremur mætti halda því fram að eitt helsta vandamál íslenskra stjórnmála hafi einmitt verið skortur á slíkri forystu. Stjórnmálaflokkar lifa og deyja. Flestir lifa þó af sveiflur í fylgi, endurskoða stefnur og setja fram ný slagorð, en mistekst samt að höfða til fjöldans. Samfylkingin var í þeirri stöðu. Þangað til skyndilega, nánast eins og hendi væri veifað, fram á sviðið kom ung kona sem virtist fullmótuð til þess að leiða jafnaðarmenn á Íslandi. Upp úr hvaða jarðvegi spretta leiðtogar eins og Kristrún? Það er áhugaverð spurning sem gott væri að hafa svar við. Ég geri mér grein fyrir að henni er vandsvarað, enda flókið samspil margra þátta: uppeldis, persónuleika, hæfileika, eðlisgreindar og aðstæðna. Án þess að geta greint þessa þætti blasir þó eitt við öllum: Kristrún skapar traust. Hún er yfirveguð og geislar af sjálfstrausti. Það sem vekur þó líklega mesta athygli er að hún kemur ekki upp úr ungliðahreyfingu flokksins. Hún er ekki alin upp í hefðbundnu flokksstarfi og ber ekki með sér bagga fortíðar frá þeim tíma þegar innri átök og sameining flokka skildu eftir sig djúp og erfið sár í árdögum Samfylkingarinnar. Þegar Kristrún tók við formennsku í flokknum var líkt og hún kæmi að verkefninu sem fullmótuð fagmanneskja, með reynslu úr heimi greiningar, fjármála og stofnana. Í opinberri framkomu eru yfirvegun og skýrleiki einkennandi sem er fremur sjaldgæft í íslenskri pólitík. Hún talar hægt, af festu, hófsemi og trúverðugleika. Hún talar eins og stjórnmálamaður sem skilur samfélagsgerðina og kerfin sem hún vill hafa áhrif á og breyta. Það er nánast nýtt í eyrum margra okkar. Í því ljósi held ég því fram að Kristrún Frostadóttir hafi á liðnu ári orðið tákn fyrir eitthvað sem hefur verið af skornum skammti í íslenskum stjórnmálum allt of lengi: tilfinningu fyrir stjórnmálaleiðtoga sem fólk er tilbúið að treysta, jafnvel án þess að þekkja hana persónulega og án þess að hafa kosið flokk hennar. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun