„Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Eiður Þór Árnason skrifar 31. desember 2025 00:11 Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfis- og orkustofnun Sýn Víða er spáð hæglætisveðri á gamlárskvöld og mun lítið blása á suðvesturhorninu. Því má reikna með mikilli loftmengun vegna flugelda. Gert er ráð fyrir tveimur metrum á sekúndu eða minna á höfuðborgarsvæðinu um miðnætti á gamlárskvöld og á að lygna enn meira eftir það. „Ég held að þetta verði ekki með verstu gamlárskvöldum en fyrstu einn, tveir klukkutímarnir verða örugglega talsvert háir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum, hjá Umhverfis- og orkustofnun, og vísar þar til svifryksmagns. Hann ræddi útlitið á gamlárskvöld í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það verða svona ákveðin skil við tvo metra. Ef þú ert kominn í þrjá metra á sekúndu þá svona nær það að hreinsast hægt og rólega í burtu.“ Einnig skipti vindáttin máli. „Þegar þú ert kominn niður í svona hægviðri þá ertu oft kominn í áttleysu líka. Þá fer þetta bara svona að hrærast fram og til baka.“ Því megi gera ráð fyrir að svifrykið standi fram eftir nýársnótt ef veðurspáin helst óbreytt. Hægt sé að fylgjast með loftmælingum á vefnum loftgaedi.is. Minna af þungmálmum í dag Þorsteinn segir að við sprengingu flugelda verði til mjög fínt svifryk í formi púðurryks. „Flugeldarnir eru reyndar miklu skárri í dag heldur en þeir voru fyrir einhverjum áratugum. Þá voru notaðir þungmálmar til þess að fá þessa fallegu liti. Til dæmis var notað blý til að fá fallegan hvítan lit. Nú er bannað að nota ákveðna þungmálma og þá eru notuð önnur efni í staðinn. Það skilar sér svolítið í aðeins öðrum litum. Sumir segja að litirnir séu aðeins mildari, meira svona pastel-rautt, pastel-grænt og pastel-blátt, heldur en þessir skæru bláu og rauðu. Þetta eru sem sagt skárri efni að því leyti að það er minna af þungmálmum, sem er bara mjög gott.“ Þrátt fyrir þetta myndist enn jafn mikið af sóti og brunaryki sem fari illa í fólk sem er viðkvæmt og með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Það geti því verið gott ráð að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitann á ofnum. Þetta dugi einungis í nokkrar klukkustundir en það hjálpi mörgum þar sem mengunin sé farin að þynnast þegar líður á nýársnóttina. Loftgæði almennt góð á Íslandi Burtséð frá gamlárskvöldi er Ísland almennt með ein bestu loftgæði í Evrópu, að sögn Þorsteins. Ísland lendi yfirleitt í efstu þremur sætunum á lista Umhverfisstofnunar Evrópu. Sjálfur segist Þorsteinn hafa sleppt því að kaupa flugelda síðustu árin, meðal annars út af loftmengun. „Strákarnir mínir hafa svolítið séð um það.“ Íslendingar eru fádæma sprengjuglaðir um áramótin.Vísir/vilhelm En hvernig líst loftgæðasérfræðingnum á þennan flugeldasið Íslendinga sem telst nú umfangsmeiri en í mörgum öðrum ríkjum? „Hann hefur kosti og galla og jújú, það er gaman að flugeldum. Við bara svolítið sitjum uppi með þetta. Það er held ég enginn pólitískur vilji til þess að breyta þessu, sérstaklega meðan þetta er svona mikilvæg fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitirnar og bara þeirra helsta fjármögnunarleið. En þetta hefur vissulega þennan stóra ókost sem er þessi mikla mengun sem við finnum vel fyrir ef það er hægviðri.“ Ef þú mættir ráða öllu þennan dag, myndir þú vilja banna flugelda? „Ég hef sjálfur gaman af flugeldum sko. En ég geri mér alveg grein fyrir þessum mjög slæmu aukaverkunum,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfis- og orkustofnun, að lokum. Reykjavík síðdegis Loftgæði Flugeldar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira
„Ég held að þetta verði ekki með verstu gamlárskvöldum en fyrstu einn, tveir klukkutímarnir verða örugglega talsvert háir,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum, hjá Umhverfis- og orkustofnun, og vísar þar til svifryksmagns. Hann ræddi útlitið á gamlárskvöld í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Það verða svona ákveðin skil við tvo metra. Ef þú ert kominn í þrjá metra á sekúndu þá svona nær það að hreinsast hægt og rólega í burtu.“ Einnig skipti vindáttin máli. „Þegar þú ert kominn niður í svona hægviðri þá ertu oft kominn í áttleysu líka. Þá fer þetta bara svona að hrærast fram og til baka.“ Því megi gera ráð fyrir að svifrykið standi fram eftir nýársnótt ef veðurspáin helst óbreytt. Hægt sé að fylgjast með loftmælingum á vefnum loftgaedi.is. Minna af þungmálmum í dag Þorsteinn segir að við sprengingu flugelda verði til mjög fínt svifryk í formi púðurryks. „Flugeldarnir eru reyndar miklu skárri í dag heldur en þeir voru fyrir einhverjum áratugum. Þá voru notaðir þungmálmar til þess að fá þessa fallegu liti. Til dæmis var notað blý til að fá fallegan hvítan lit. Nú er bannað að nota ákveðna þungmálma og þá eru notuð önnur efni í staðinn. Það skilar sér svolítið í aðeins öðrum litum. Sumir segja að litirnir séu aðeins mildari, meira svona pastel-rautt, pastel-grænt og pastel-blátt, heldur en þessir skæru bláu og rauðu. Þetta eru sem sagt skárri efni að því leyti að það er minna af þungmálmum, sem er bara mjög gott.“ Þrátt fyrir þetta myndist enn jafn mikið af sóti og brunaryki sem fari illa í fólk sem er viðkvæmt og með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Það geti því verið gott ráð að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitann á ofnum. Þetta dugi einungis í nokkrar klukkustundir en það hjálpi mörgum þar sem mengunin sé farin að þynnast þegar líður á nýársnóttina. Loftgæði almennt góð á Íslandi Burtséð frá gamlárskvöldi er Ísland almennt með ein bestu loftgæði í Evrópu, að sögn Þorsteins. Ísland lendi yfirleitt í efstu þremur sætunum á lista Umhverfisstofnunar Evrópu. Sjálfur segist Þorsteinn hafa sleppt því að kaupa flugelda síðustu árin, meðal annars út af loftmengun. „Strákarnir mínir hafa svolítið séð um það.“ Íslendingar eru fádæma sprengjuglaðir um áramótin.Vísir/vilhelm En hvernig líst loftgæðasérfræðingnum á þennan flugeldasið Íslendinga sem telst nú umfangsmeiri en í mörgum öðrum ríkjum? „Hann hefur kosti og galla og jújú, það er gaman að flugeldum. Við bara svolítið sitjum uppi með þetta. Það er held ég enginn pólitískur vilji til þess að breyta þessu, sérstaklega meðan þetta er svona mikilvæg fjáröflunarleið fyrir björgunarsveitirnar og bara þeirra helsta fjármögnunarleið. En þetta hefur vissulega þennan stóra ókost sem er þessi mikla mengun sem við finnum vel fyrir ef það er hægviðri.“ Ef þú mættir ráða öllu þennan dag, myndir þú vilja banna flugelda? „Ég hef sjálfur gaman af flugeldum sko. En ég geri mér alveg grein fyrir þessum mjög slæmu aukaverkunum,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfis- og orkustofnun, að lokum.
Reykjavík síðdegis Loftgæði Flugeldar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Sjá meira