Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. desember 2025 07:02 Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Við höfum séð sleggjuna útfærða með myndvinnslu og jafnvel leikna með tilþrifum. Sú er hins vegar staðan að verðbólgan ætlar að reynast þrálátari en talið hafði verið, útlit er fyrir lakari hagvöxt en vonast hafði verið til og mælingar sýna ríkjandi svartsýni hjá atvinnulífinu vegna efnahagsástandsins. Þróun atvinnuleysis hér á landi er síðan enn annað og meira áhyggjuefni. Dauf eyru (e.t.v. vegna alls sönglsins?) Við í Sjálfstæðisflokknum viðruðum einmitt þessar áhyggjur við afgreiðslu fjárlaga fyrir daufum eyrum meirihlutans. Við gagnrýndum þar 143 milljarða útgjaldaaukningu, 30 milljarða skattahækkanir og að ekki væru lögð til hallalaus fjárlög. Þrátt fyrir hátíðleg loforð Samfylkingar og Viðreisnar lauk þinginu þannig að meirihlutinn hækkaði skatta allverulega bæði á almenning og atvinnulíf. Þessar skattahækkanir fara að bíta innan skamms, einmitt þegar við ættum að hlúa að atvinnulífinu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Breytum um kúrs Nú er tíminn til að lækka skatta og draga úr álögum og afskiptum af atvinnulífinu svo að það vaxi og dafni og okkur takist að snúa stöðunni við. Rétt eins og ég læt hér staðar numið með gagnrýni og legg til lausnir og aðgerðir, ætti ríkisstjórnin að bregðast við versnandi horfum í efnahagslífinu með aðgerðum sem við vitum að virka. Breyta um kúrs. Að sama skapi er ástæða til að hafa áhyggjur af þróun heimsmála og vaxandi einangrunarhyggju. Það er sannarlega ekki óskastaða fyrir litla útflutningsþjóð. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dómgreind ráðamanna sem hafa helst að markmiði að við afsölum fullveldi okkar til Evrópusambandsins. Að forgangsröðun bjagist og ákvarðanir séu teknar í samhengi við markmið sem fer gegn þjóðarhag til að fá „sæti við borð“ þröngrar valdaelítu. Fá að vera hluti efsta hluta ókjörins valdapýramída. Uppskriftin að hagsæld Nú sem aldrei fyrr er tíminn til að viðhalda góðu sambandi við nágranna- og vinaþjóðir. Gæta að íslenskum hagsmunum okkar í evrópsku samstarfi en líka vestan hafs og í Asíu þar sem við eigum ríkra hagmuna að gæta. Með þeirri uppskrift, með því að stunda frjáls alþjóðleg viðskipti sem fullvalda ríki með eigin fríverslunarsamninga, höfum við skapað eina mestu hagsæld sem fyrirfinnst. Höldum þeirri vegferð áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Við höfum séð sleggjuna útfærða með myndvinnslu og jafnvel leikna með tilþrifum. Sú er hins vegar staðan að verðbólgan ætlar að reynast þrálátari en talið hafði verið, útlit er fyrir lakari hagvöxt en vonast hafði verið til og mælingar sýna ríkjandi svartsýni hjá atvinnulífinu vegna efnahagsástandsins. Þróun atvinnuleysis hér á landi er síðan enn annað og meira áhyggjuefni. Dauf eyru (e.t.v. vegna alls sönglsins?) Við í Sjálfstæðisflokknum viðruðum einmitt þessar áhyggjur við afgreiðslu fjárlaga fyrir daufum eyrum meirihlutans. Við gagnrýndum þar 143 milljarða útgjaldaaukningu, 30 milljarða skattahækkanir og að ekki væru lögð til hallalaus fjárlög. Þrátt fyrir hátíðleg loforð Samfylkingar og Viðreisnar lauk þinginu þannig að meirihlutinn hækkaði skatta allverulega bæði á almenning og atvinnulíf. Þessar skattahækkanir fara að bíta innan skamms, einmitt þegar við ættum að hlúa að atvinnulífinu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Breytum um kúrs Nú er tíminn til að lækka skatta og draga úr álögum og afskiptum af atvinnulífinu svo að það vaxi og dafni og okkur takist að snúa stöðunni við. Rétt eins og ég læt hér staðar numið með gagnrýni og legg til lausnir og aðgerðir, ætti ríkisstjórnin að bregðast við versnandi horfum í efnahagslífinu með aðgerðum sem við vitum að virka. Breyta um kúrs. Að sama skapi er ástæða til að hafa áhyggjur af þróun heimsmála og vaxandi einangrunarhyggju. Það er sannarlega ekki óskastaða fyrir litla útflutningsþjóð. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dómgreind ráðamanna sem hafa helst að markmiði að við afsölum fullveldi okkar til Evrópusambandsins. Að forgangsröðun bjagist og ákvarðanir séu teknar í samhengi við markmið sem fer gegn þjóðarhag til að fá „sæti við borð“ þröngrar valdaelítu. Fá að vera hluti efsta hluta ókjörins valdapýramída. Uppskriftin að hagsæld Nú sem aldrei fyrr er tíminn til að viðhalda góðu sambandi við nágranna- og vinaþjóðir. Gæta að íslenskum hagsmunum okkar í evrópsku samstarfi en líka vestan hafs og í Asíu þar sem við eigum ríkra hagmuna að gæta. Með þeirri uppskrift, með því að stunda frjáls alþjóðleg viðskipti sem fullvalda ríki með eigin fríverslunarsamninga, höfum við skapað eina mestu hagsæld sem fyrirfinnst. Höldum þeirri vegferð áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun