Handbolti

Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skot­leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt frábært haust í Svíþjóð en hún er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt frábært haust í Svíþjóð en hún er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/Lýður

Elín Klara Þorkelsdóttir og félagar í Sävehof unnu stórsigur á útivelli í sænsku deildinni í dag.

Sävehof heimsótti Kungälvs og vann á endanum fimmtán marka sigur, 36-21.

Elín Klara átti flottan leik en hún nýtti öll sex skotin sín utan af velli, skoraði úr eina vítinu sínu og átti einnig tvær stoðsendingar.

Elín var með hæstu tölfræðieinkunn í sínu liði á vef sænsku deildarinnar. Hún var næstmarkahæst í liðinu á eftir Stinu Wiksfors sem skoraði einu marki meira.

Eftir þennan sigur er Sävehof áfram á toppnum nú með tíu sigra í ellefu leikjum. Þetta var sjöundi deildarsigur liðsins í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×