Innlent

Lög­reglu­menn eltu lausa hesta

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Verkefni lögreglunnar eru alls konar. Mynd er úr safni.
Verkefni lögreglunnar eru alls konar. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þennan annan dag jóla.

 Í umdæmi sömu lögreglustöðvar og þeirrar er hjálpaði við bústörfin var tilkynnt um eignaspjöll á bíl. Lögregla fór á vettvang til að rannsaka málið.

Þá var aðstoð lögreglu einnig óskað vegna umferðaróhapps en þó eitthvað var tjónið voru engin slys á fólki.

Síðdegis gisti einn einstaklingur í fangaklefa og alls eru 42 mál bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan fimm í morgun til klukkan fimm síðdegis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×