Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. desember 2025 23:01 Aitana Bonmatí með Gullhnöttinn sem hún vann þriðja árið í röð. Getty/Angel Martinez Aitana Bonmatí, sem á dögunum var valin besta fótboltakona heims þriðja árið í röð, segir að fótbrotið á dögunum gæfi henni tækifæri til að slaka á í fyrsta sinn í fimm ár. Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní. HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Frábært ár Bonmatí með Barcelona og spænska landsliðinu endaði þó með vonbrigðum í síðasta mánuði þegar þrefaldi Gullknattarhafinn fótbrotnaði á æfingu fyrir úrslitaleik La Roja í Þjóðadeild UEFA gegn Þýskalandi. Það þýðir að hún spilar ekki fótbolta í fimm mánuði. „Þetta eru fyrstu alvarlegu meiðslin sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Ég hef kannski fengið smávægileg meiðsli, einn mánuð, einn og hálfan mánuð, en aldrei fjóra eða fimm mánuði með aðgerð,“ sagði Aitana Bonmatí við ESPN. Fyrsta sinn í þessari stöðu „Þetta er því í fyrsta sinn sem ég er í þessari stöðu. En ég tek þessu á jákvæðan hátt. Ég nota þetta tækifæri til að slaka á, hugsa um sjálfa mig og vera róleg,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí is eager to return to play 😫 ESPN’s top women’s soccer player of the year shares how she has been finding her footing during recovery 💬 pic.twitter.com/ASDMJLMtI6— ESPN FC (@ESPNFC) December 24, 2025 Bonmatí hefur varla misst úr leik á fótboltadagatalinu undanfarin ár, þar sem bæði Barcelona og Spánn hafa komist langt í öllum keppnum sem þau taka þátt í. „Síðustu fimm ár hafa verið frábær, en líka erfið, hvort tveggja,“ bætti Bonmatí við. „Því þegar ég lít til baka núna, þá eru þetta svo mörg ár á toppnum, nánast án hvíldar, þar sem ég hef spilað næstum allt sem, auk margra sigra og frábærra stunda, hefur í för með sér verulegt álag“ sagði Bonmatí. Geta hjálpað mér að slaka á „Ég held að þessi meiðsli geti hjálpað mér að slaka á á þann hátt sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Þetta er annað markmið fyrir mig, öðruvísi markmið en að vinna titla eða eitthvað slíkt. Það snýst um að ná góðum bata og koma betri til baka en ég var,“ sagði Bonmatí. Aitana Bonmatí refuses to stop rewriting the history books of the women's game...🤯She has now won BACK-TO-BACK-TO-BACK Ballon d'Ors and FIFA The Best Women's Player awards 😳👏Simply the best 🏆🏆🏆🏆🏆🏆 pic.twitter.com/6cPoovDz2T— OneFootball (@OneFootball) December 16, 2025 Ef allt gengur að óskum ætti Bonmatí að hefja æfingar aftur einhvern tímann í apríl og þar sem úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en í lok maí gæti hún enn gegnt mikilvægu hlutverki í því hvernig tímabil Barcelona endar þegar liðið reynir að hefna fyrir tapið í úrslitaleiknum gegn Arsenal í fyrra. Ekki verstu meiðslin „Núna einbeiti ég mér bara að batanum. Markmið mitt er að vera komin til baka fyrir lok tímabilsins og ég held að það sé mögulegt því þetta eru ekki verstu meiðslin sem ég gæti fengið,“ sagði Bonmatí. Ísland og Spánn eru saman í riðli í undankeppni HM og Bonmatí missir örugglega af fyrri leik þjóðanna á Spáni í mars en ætti að geta mætt klár til Íslands þegar seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum í júní.
HM 2027 í Brasilíu Sænski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira