Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Sindri Sverrisson skrifar 16. desember 2025 12:04 Albert Guðmundsson skoraði sigurmark gegn Dynamo Kiev í Sambandsdeildinni á dögunum. Getty/Gabriele Maltinti Vel kemur til greina að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson yfirgefi Fiorentina í janúar og fari jafnvel úr botnbaráttunni á Ítalíu beint í titilbaráttu. Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona. Ítalski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Fabrizio Romano, þekktasti félagaskiptafréttamaður heims, bendir á Albert í dag og segir þar alvöru líkur á því að Albert fari frá Fiorentina í byrjun næsta árs. Þreifingar séu í gangi og að vert sé að fylgjast með Alberti næstu vikurnar á meðan að viðræður eigi sér stað. 🚨🇮🇸 Albert Gudmundsson has serious chances to leave Fiorentina in January as initial approaches took place.One to watch in the upcoming weeks with talks on. @MatteMoretto 🔗🎥🇮🇹 https://t.co/rVW1D741pQ pic.twitter.com/eSUr5RPVJ0— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 16, 2025 Romano, með sína 26,5 milljónir fylgjenda á Twitter, vísar svo á annan ítalskan blaðamann, Matteo Moretto, sem ræðir um Albert í þætti á Youtube-rás Romano. Þar tekur Moretto fyrir orðróminn um að Albert gæti verið á leið til Roma sem er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar, aðeins þremur stigum frá toppliði Inter. Ljóst er að Roma hefur áhuga á Alberti en Moretto sagði í þættinum í gær að enn væri aðeins um hugmynd að ræða. Engar samningaviðræður væru hafnar. Hann segir að Fiorentina gæti hugsað sér að láta Albert fara ef áhugavert tilboð bærist og bætir við að leikmannahópur Fiorentina gæti átt eftir að breytast mikið, jafnvel strax í janúar. Fiorentina hefur enn ekki unnið leik á þessu tímabili, í 15 deildarleikjum, og situr á botni ítölsku deildarinnar með aðeins sex stig. Liðið er átta stigum frá næsta örugga sæti en gengur betur í Sambandsdeild Evrópu og mun komast þar áfram í útsláttarkeppnina, eftir sigurmark Alberts gegn Dynamo Kiev í síðustu viku. Paolo Vanoli var ráðinn nýr þjálfari Fiorentina í byrjun nóvember, eftir að Stefano Pioli var rekinn. Pioli tók við liðinu í sumar af Raffaele Palladino sem stýrði Alberti á síðustu leiktíð, eftir komu íslenska landsliðsmannsins frá Genoa. Vanoli hefur haft Albert í byrjunarliðinu í þremur af fimm deildarleikjum síðan hann tók við, þar af tveimur síðustu sem báðir hafa tapast, gegn Sassuolo og Hellas Verona.
Ítalski boltinn Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira