„Auðvitað var þetta sjokk“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 18:06 Haukur Helgi Pálsson fór yfir málin í viðtali við Sýn í dag. vísir/Sigurjón Landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Álftaness, segir það hafa verið sjokk að heyra að Kjartan Atli Kjartansson væri hættur sem þjálfari liðsins. Hans verði saknað en nú verði menn að þjappa sér vel saman og finna meiri gleði og baráttu í sínum leik. Haukur fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni á Álftanesi í dag, eftir vægast sagt erfiða helgi fyrir Álftnesinga sem urðu fórnarlömb stærsta sigurs Tindastóls í sögu efstu deildar á föstudaginn áður en Kjartan hætti svo í kjölfarið. „Ég er búinn að heyra í Kjartani og allt í góðu þannig séð. Svona er bara þetta líf, eins og við þekkjum sem erum í þessu. Við munum sakna hans en ég veit að við getum alltaf hringt í hann ef það er eitthvað,“ segir Haukur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Haukur Helgi fór yfir erfiða daga á Álftanesi Álftnesingar hafa haft lítinn tíma til að jafna sig á áfallinu sem brotthvarf Kjartans er því þeir mæta Stjörnunni í miklum grannaslag í VÍS-bikarnum í kvöld. Hjalti Þór Vilhjálmsson, sem var aðstoðarmaður Kjartans, verður þar við stjórnvölinn. Kjartan kaus að hætta eftir 137-78 tapið á heimavelli gegn Tindastóli á föstudagskvöld. „Það var bara fundur daginn eftir leik og þá var okkur sagt að hann hefði sagt upp. Maður auðvitað virðir það en auðvitað var þetta sjokk. Þetta var þjálfarinn okkar og maður vill hafa alla með. Við þjöppum okkur saman og þetta getur verið spark í rassinn fyrir liðið,“ segir Haukur. „Gengið er búið að vera upp og ofan. Við byrjuðum ágætlega en svo hefur þetta verið dálítið þungur róður en þannig er þetta bara, við trúum á verkefni og trúum á hópinn. Með það er ég alltaf jákvæður, á að það [gengið] breytist,“ segir Haukur sem ítrekar að Kjartan eigi mikið hrós skilið fyrir sinn þátt í miklum uppgangi Álftaness, sem hann kom upp í efstu deild í fyrsta sinn. „Hann á hrikalega mikinn þátt í uppbyggingunni hér á Álftanesi. Ég trúði á hans sýn með hvað ætti að gera hérna og langaði að taka þátt í því. Ég er því þakklátur fyrir hann og hér líður öllum eins. Hann hefur unnið hrikalega mikið verk hérna.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes VÍS-bikarinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Haukur fór yfir málin með Aroni Guðmundssyni á Álftanesi í dag, eftir vægast sagt erfiða helgi fyrir Álftnesinga sem urðu fórnarlömb stærsta sigurs Tindastóls í sögu efstu deildar á föstudaginn áður en Kjartan hætti svo í kjölfarið. „Ég er búinn að heyra í Kjartani og allt í góðu þannig séð. Svona er bara þetta líf, eins og við þekkjum sem erum í þessu. Við munum sakna hans en ég veit að við getum alltaf hringt í hann ef það er eitthvað,“ segir Haukur en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Haukur Helgi fór yfir erfiða daga á Álftanesi Álftnesingar hafa haft lítinn tíma til að jafna sig á áfallinu sem brotthvarf Kjartans er því þeir mæta Stjörnunni í miklum grannaslag í VÍS-bikarnum í kvöld. Hjalti Þór Vilhjálmsson, sem var aðstoðarmaður Kjartans, verður þar við stjórnvölinn. Kjartan kaus að hætta eftir 137-78 tapið á heimavelli gegn Tindastóli á föstudagskvöld. „Það var bara fundur daginn eftir leik og þá var okkur sagt að hann hefði sagt upp. Maður auðvitað virðir það en auðvitað var þetta sjokk. Þetta var þjálfarinn okkar og maður vill hafa alla með. Við þjöppum okkur saman og þetta getur verið spark í rassinn fyrir liðið,“ segir Haukur. „Gengið er búið að vera upp og ofan. Við byrjuðum ágætlega en svo hefur þetta verið dálítið þungur róður en þannig er þetta bara, við trúum á verkefni og trúum á hópinn. Með það er ég alltaf jákvæður, á að það [gengið] breytist,“ segir Haukur sem ítrekar að Kjartan eigi mikið hrós skilið fyrir sinn þátt í miklum uppgangi Álftaness, sem hann kom upp í efstu deild í fyrsta sinn. „Hann á hrikalega mikinn þátt í uppbyggingunni hér á Álftanesi. Ég trúði á hans sýn með hvað ætti að gera hérna og langaði að taka þátt í því. Ég er því þakklátur fyrir hann og hér líður öllum eins. Hann hefur unnið hrikalega mikið verk hérna.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes VÍS-bikarinn Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Sigvaldi verður ekki með í kvöld Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira