Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 11:54 Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarinnar. Petteri Orpo, forsætisráðherra, og Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, standa í miðjunni þótt þau séu bæði mislangt úti á hægri vængnum. Vísir/EPA Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan. Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan.
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Rasistar í sumarbústað Gagnrýni Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Lífið Í öndunarvél eftir blóðeitrun Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Sjá meira
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“