Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2025 13:02 María Fjóla forstjóri Hrafnistu tekur undir áhyggjur forstjóra Landspítala af fráflæðisvanda. Ástandið á bráðamóttökunni sýni hve viðkvæmt kerfið er. Vísir/Bjarni Forstjóri Hrafnistu segist vel skilja áhyggjur forstjóra Landspítalans af fráflæðivanda. Fjölmargir séu á biðlista eftir hjúkrunarrýmum. Hún kallar eftir því að ríkið auki stuðning við hjúkrunarheimilin svo þau geti sinnt viðhaldi á húsnæði og hraði uppbyggingu. Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans sagði í viðtali á Vísi í gærkvöldi að aðstæður á spítalanum væru mjög bágbornar til að takast á við inflúensufaraldurinn en meðal annars hefur þurft að nýta bílaskýli bráðamóttökunnar fyrir sjúklinga undanfarna daga. Um hundrað séu á spítalanum sem bíði eftir plássi á hjúkrunarheimilum og hefur bruni á Hrafnistu frá því í október meðal annars hægt á fráflæði. „Þessi 22 rými sem urðu fyrir brunanum eru ennþá úti en við erum að vonast til eins og staðan er í dag að hægt verði að opna helminginn, ellefu rými um mánaðarmótin janúar, febrúar og hin ellefu í kringum maí á næsta ári,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistu. Þeim fjölgi sem fari á biðlista hjá heimilunum. „Við skiljum áhyggjur forstjóra Landspítala vegna þess að bara það að missa út 22 rými hefur gífurleg áhrif á kerfið í heild sinni og það sýnir hvað heilbrigðiskerfið er viðkvæmt, hvað við þolum litla hnökra.“ Lappirnar dregnar í gegnum tíðina Hún hafi áhyggjur af stærri myndinni. Fyrst á þessu ári hafi ráðherra undirritað viljayfirlýsingu um að hjúkrunarheimili fái greidda húsaleigu til að sinna viðhaldi. „Það þarf að gæta þess að við höldum uppi þeim hjúkrunarrýmum sem eru. Kerfið hefur bara í gegnum tíðina verið að draga lappirnar með að fjölga hjúkrunarrýmum og það er staðan sem við erum að sjá í dag,“ segir María. „Þeir sem hafa lokið sinni bráðaþjónustu og komast ekki heim eiga að komast í varanleg úrræði.“ Hún segir nýja ríkisstjórn hafa sýnt stöðunni mikinn skilning en hlutirnir þurfi að gerast hraðar. „Það tekur enga stund að byggja hús en að ákveða að byggja hús tekur lengstan tíma. Við þurfum að koma því ferli hraðar í gegn, það er of mikil töf að hefjast handa við að byggja fleiri hjúkrunarrými.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28 Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16 Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Sjá meira
Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Runólfur Pálsson forstjóri Landspítalans segir aðstæður á spítalanum afar bágbornar til að takast á við þann fjölda sem þangað leitar núna vegna inflúensu. Auk þess séu um hundrað manns með samþykkt heilsu- og færnimat á spítalanum sem bíði þess að komast á hjúkrunarheimili. Bruni á Hrafnistu í nóvember valdi enn töfum. 13. desember 2025 23:28
Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráðamóttöku Landspítalans, segir stöðuna töluvert betri í dag en í gær þegar þurfti að vista sjúklinga sem leituðu á bráðamóttöku spítalans í bílageymslu spítalans. Hann segir alla þá 50 sem eru lagðir inn núna inni á deild og tuttugu á bið. 13. desember 2025 20:16
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent