Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Árni Sæberg skrifar 12. desember 2025 11:08 Landsréttur kvað upp dóm sinn í málinu í gær. Vísir/Vilhelm Ung kona var í gær dæmd í fimmtán mánaða fangelsi í Landsrétti, sem staðfesti dóm héraðsdóms yfir henni. Konan játaði fíkniefnainnflutning skýlaust í héraði en áfrýjaði samt til Landsréttar og krafðist sýknu. Það gerði hún á grundvelli þess að játning hennar hefði ekki verið í samræmi við gögn málsins. Dómarar Landsréttar gáfu lítið fyrir þau rök og bentu á að konan hefði notið aðstoðar lögmanns við meðferð málsins í héraði. Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur. Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Í dómi Landsréttar segir að kona hafi verið sakfelld í héraði fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa staðið að innflutningi á 989 töflum af oxycontin 80 mg og einni töflu af contalgin 200 mg til söludreifingar í ágóðaskyni. Hún hafi játað brot sín skýlaust fyrir héraðsdómi og farið hafi verið málið sem játningarmál. Vildi meina að efnin hefðu verið til eigin nota Hún hafi byggt sýknukröfu sína fyrir Landsrétti á því að við skýrslugjöf hjá lögreglu hafi hún játað að hafa flutt fíkniefnin til landsins en jafnframt tekið fram að efnin væru til eigin nota. Í öðrum rannsóknargögnum væri ekki að finna neinar upplýsingar sem styddu að hún hefði flutt efnin inn til söludreifingar í ágóðaskyni. Þar sem ákæran beindist í raun ekki að vörslubroti og gögn málsins styddu á engan hátt að hún hefði flutt fíkniefnin inn til söludreifingar bæri að sýkna hana af ákærunni. Sakfelling héraðsdóms hefði byggt á játningu hennar fyrir héraðsdómi en með einfaldri yfirferð yfir gögn málsins mætti sjá að ákæruatriði væru ekki í samræmi við játningu hennar. Í öllu falli bæri að milda refsingu hennar þar sem efnin hefðu verið ætluð til eigin neyslu. Naut aðstoðar verjanda „Svo sem rakið er í hinum áfrýjaða dómi viðurkenndi ákærða skýlaust í þinghaldi 15. janúar 2025 að hafa gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefin að sök í ákæru auk þess sem hún samþykkti upptökukröfu ákæruvaldsins. Ákærða naut aðstoðar verjanda við meðferð málsins í héraði og var efni ákærunnar kynnt fyrir henni með aðstoð túlks. Fallist er á þá niðurstöðu héraðsdóms að játning ákærðu fái stoð í framlögðum gögnum málsins. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur,“ segir í niðurstöðu Landsréttar. Auk þess að staðfesta fimmtán mánaða dóm yfir konunni gerði Landsréttur henni að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 435 þúsund krónur.
Fíkniefnabrot Dómsmál Smygl Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira