38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 15:01 Jamie Vardy fagnar einu marka sinna með Cremonese en þessi ensku leikmaður átti flottan nóvembermánuð á Ítalíu. Getty/Image Photo Agency Hinn reynslumikli framherji Jamie Vardy hefur verið valinn leikmaður mánaðarins í Serie A á Ítalíu fyrir nóvember. Vardy, sem verður 39 ára í næsta mánuði, gekk til liðs við Cremonese í upphafi tímabilsins og er fyrsti enski leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin síðan þau voru tekin upp í efstu deild Ítalíu árið 2019. Viðurkenningin kemur þrátt fyrir að Cremonese, sem situr í níunda sæti Serie A, hafi tapað öllum þremur leikjum sínum í nóvember, en Vardy skoraði eina mark sitt í 2-1 tapi gegn Juventus. 38-year-old Jamie Vardy has just been named Serie A Player of the Month 🏆Class is permanent 👏 pic.twitter.com/i23E94dlN1— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 11, 2025 Verðlaunin eru valin af stuðningsmönnum í bland við tölfræðileg gögn og hafði Vardy betur gegn markverði AC Milan, Mike Maignan, framherja Inter Milan, Lautaro Martínez, David Neres hjá Napoli, Leo Østigard hjá Genoa og Nicolò Zaniolo hjá Udinese. Jamie Vardy hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Serie A síðan hann gekk til liðs við Cremonese. Forstjóri Serie A, Luigi De Siervo, sagði á vefsíðu deildarinnar: „Jamie Vardy er sannarlega leikmaður frá öðrum tíma. Einn af þessum hæfileikamönnum sem, með sögu sinni, afrekum og óbilandi baráttuanda í hverjum leik, tjá rómantík fótboltans best,“ sagði De Siervo. The fairytale hasn't ended, it's just entered a new chapter. 🔥Jamie Vardy is your @EASPORTSFC Player of the Month for November. 👑Now on #FC26#POTM #SerieA @easportsfcit pic.twitter.com/uAKRH79awP— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 11, 2025 „Komu hans til Cremonese, sem var fljótt að grípa tækifærið í sumar, var fagnað með miklum eldmóði af öllum stuðningsmönnum Serie A, og Vardy endurgeldur þeim með frammistöðu í hæsta gæðaflokki, meðfæddum leiðtogahæfileikum og mikilvægum mörkum,“ sagði De Siervo. Vardy hefur byrjað síðustu átta leiki Cremonese og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri þeirra á Bologna þann 1. desember. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Englands er þekktastur fyrir sín þrettán ár með Leicester en hann hjálpaði liðinu að vinna einn óvæntasta enska úrvalsdeildartitilinn árið 2016. Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Vardy, sem verður 39 ára í næsta mánuði, gekk til liðs við Cremonese í upphafi tímabilsins og er fyrsti enski leikmaðurinn til að hljóta verðlaunin síðan þau voru tekin upp í efstu deild Ítalíu árið 2019. Viðurkenningin kemur þrátt fyrir að Cremonese, sem situr í níunda sæti Serie A, hafi tapað öllum þremur leikjum sínum í nóvember, en Vardy skoraði eina mark sitt í 2-1 tapi gegn Juventus. 38-year-old Jamie Vardy has just been named Serie A Player of the Month 🏆Class is permanent 👏 pic.twitter.com/i23E94dlN1— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 11, 2025 Verðlaunin eru valin af stuðningsmönnum í bland við tölfræðileg gögn og hafði Vardy betur gegn markverði AC Milan, Mike Maignan, framherja Inter Milan, Lautaro Martínez, David Neres hjá Napoli, Leo Østigard hjá Genoa og Nicolò Zaniolo hjá Udinese. Jamie Vardy hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í Serie A síðan hann gekk til liðs við Cremonese. Forstjóri Serie A, Luigi De Siervo, sagði á vefsíðu deildarinnar: „Jamie Vardy er sannarlega leikmaður frá öðrum tíma. Einn af þessum hæfileikamönnum sem, með sögu sinni, afrekum og óbilandi baráttuanda í hverjum leik, tjá rómantík fótboltans best,“ sagði De Siervo. The fairytale hasn't ended, it's just entered a new chapter. 🔥Jamie Vardy is your @EASPORTSFC Player of the Month for November. 👑Now on #FC26#POTM #SerieA @easportsfcit pic.twitter.com/uAKRH79awP— Lega Serie A (@SerieA_EN) December 11, 2025 „Komu hans til Cremonese, sem var fljótt að grípa tækifærið í sumar, var fagnað með miklum eldmóði af öllum stuðningsmönnum Serie A, og Vardy endurgeldur þeim með frammistöðu í hæsta gæðaflokki, meðfæddum leiðtogahæfileikum og mikilvægum mörkum,“ sagði De Siervo. Vardy hefur byrjað síðustu átta leiki Cremonese og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri þeirra á Bologna þann 1. desember. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður Englands er þekktastur fyrir sín þrettán ár með Leicester en hann hjálpaði liðinu að vinna einn óvæntasta enska úrvalsdeildartitilinn árið 2016.
Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira