Lífið

Úr loka­þætti Blóðbanda: Fann blóðföðurinn út frá magatilfinningu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hulda fann loksins föður sinn.
Hulda fann loksins föður sinn.

Í síðasta þættinum segir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingurinn og vinkona Huldu Birnu Hólmgeirsdóttur Blöndal, frá því hvernig hún bókstaflega fann blóðföður Huldu út frá magatilfinningu.

Hún horfir á manninn og hann er svo líkur henni að hún er sannfærð um að þetta sé pabbi hennar án þess að hafa nokkuð því til sönnunar. Hulda segir svo frá því hvernig þessi maður tók beiðni hennar um lífsýni og hvað gerðist svo í framhaldinu, sem er mögnuð saga.

„Ég fer og tala við deildarstjórann minn og ég segi henni frá þessu, að ég eigi þarna vinkonu sem sé að leita að pabba sínum og ég held ég hafi fundið hann bara í dag. Og hún segir bara: Hvaða vitleysa er þetta? – Ég svara: Nei, þetta er engin vitleysa, þetta er í alvöru. Það getur ekki verið annað,“ segir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og gömul vinkona Huldu.

„Þannig að þegar það svo kemur í ljós að það er maður á Selfossi sem er með sama nýrnasjúkdóm og er eiginlega bara svolítið líkur mömmu. Þá var eitthvað öðruvísi við það,“ segir Hulda Birna Hólmgeirsdóttir Blöndal sem fann blóðföður sinn.

Hér að neðan má sjá myndbrot úr lokaþættinum sem hægt er að sjá í heild sinni á Sýn+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.