„Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Árni Gísli Magnússon skrifar 11. desember 2025 21:33 Einar Baldvin Baldvinsson einbeittur á svip. Vísir/Jón Gautur Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður hjá Aftureldingu, átti stórleik þegar Afturelding sigraði KA með sex marka mun norður á Akureyri í fjórtándu umferð Olís deildar karla í handbolta. Lokatölur 22-28. Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu. Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira
Einar varði 19 skot sem gerir 50% markvörslu og mætti hress í viðtal að leik loknum. „Þetta er erfiðasti útivöllurinni til að koma á þannig ég er mjög stoltur að hafa mætt með rétta hugarfarið. Það er erfitt að komast hingað og erfitt að komast í gang í svona mikilli stemningu en við bara náðum að kalla eitthvað innra með okkur sem uppskar þennan sigur“. Undiritaður benti Einari á að hann sjálfur hafi ekki verið lengi í gang en Einar virtist ekki alveg muna það. „Ég veit það ekki, þetta er svona smá í móðu, ég var aðeins æstur en það er bara eins og það er“ sagði Einar og hló. Afturelding leiddi með einu marki í hálfleik en komst svo í 8 marka forystu þar sem KA skoraði ekki mark fyrr en eftir þrettán mínútur í síðari hálfleik og þakkar Einar vörninni helst fyrir þann kafla. „Vörnin held ég bara. Þeir voru sturlaðir þarna í vörninni fyrir framan, ég hafði ekki mikið fyrir þessu. Allt kredit fyrir þá og bara uppleggið hjá Stefáni (Árnasyni) þjálfara og Danna (Daníeli Berg Grétarssyni) og Hreiðari (Levý Guðmundssyni) líka, það má ekki gleyma kónginum á Akureyri [innsk.: Hreiðar varði mark KA á árum áður].“ Einar fór í viðtal fyrr í vetur þar sem hann fór yfir það hvernig hann notar gervigreind til að hjálpa sér í undirbúning fyrir leiki og því kjörið að spyrja kauða hvort það hafi skilað frammistöðunni í kvöld. Það var ekki bara ChatGPT sem var að skila þessum vörslum? „Alls ekki“, sagði Einar og hló mikið áður en hann hélt áfram: „Þetta var alls ekki það, þetta var bara barátta og vilji hjá okkur sko.“ „Það er markmiðið okkar allavega að spila fasta og góða vörn og reyna vinna þannig leiki ásamt því að spila sókn og skora meira en hinir og fá færri mörk á sig.“ Þið viljið svo væntanlega fara inn í pásuna löngu á fullu skriði? „Já bara hundrað prósent, við eigum tvo leiki eftir núna fram að jólum og nú er bara næsti leikur á mánudaginn á móti ÍR og við verðum bara að mæta fókuseraðir í hann og bara mæta eins í þann leik því að þeir geta verið rosalega erfiðir.“ Blaðamaður benti á að það væri auðveldara að fara í Breiðholtið og átti þá við hvaða varðar ferðalengd en Einar var fljótur að benda á að þangað væri erfitt að fara. „Það erfitt að fara í Breiðholtið eigum við ekki að segja það líka! En já það er styttri leið“, sagði hinn kampakáti Einar að endingu.
Olís-deild karla Afturelding KA Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik Sjá meira