Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2025 07:57 Jódís Skúladóttir sat á þingi frá 2021 til 2024. Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, hefur tjáð sig um sæðisgjafamálið sem greint var frá í gær og segist meðal annars velta því fyrir sér hvort börnin hennar eigi tugi systkina á Íslandi sem geta ekki rakið uppruna sinn. Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís. Frjósemi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Greint var frá því í gær að að minnsta kosti 197 börn hefðu verið getin með sæði manns með alvarlegan erfðagalla, þar af fjögur á Íslandi. Nokkur fjöldi barnanna hefur síðan verið greindur með krabbamein og einhver eru dáin. Gjafinn gaf sæði til dansks sæðisbanka, sem seldi sæðið til fjórtán landa. Það var í umferð í um sautján ár og var í einhverjum tilvikum notað oftar en reglur kveða á um. „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum þegar fyrstu fréttir bárust af þessu hörmulega máli. Ég hringdi strax í Livio og óskaði ráðgjafar þar sem við nýttum þjónustu Art Medica á sínum tíma og það fyrirtæki er ekki lengur til. Stuttu seinna fékk ég símtal frá rannsóknarstofu sem fletti upp okkar númerum og staðfesti að við hefðum aldrei nýtt þennan gjafa,“ segir Jódís á Facebook. Hún segir að sem hinsegin kona og síðar sem einhleyp kona hafi hún farið í fleiri frjósemismeðferðir en hún geti talið og það í þremur löndum. Meðferðirnar hafi kostað milljónir. Jódís segist telja að víða sé pottur brotinn þegar kemur að frjósemismeðferðum og ráðast þurfi í rannsókn á lagalegri stöðu og framkvæmd frjósemisaðgerða á Íslandi. „Fólk sem sækir þjónustuna er í örvæntingu og stendur mjög höllum fæti gagnvart slíkum fyrirtækjum. Fólk á allt undir þeim og hefur auk þess margt nýtt allt sitt sparifé í meðferðina. Það veldur því að fólk er hrætt við að gagnrýna eða spyrja spurninga,“ segir Jódís. Hún setur meðal annars spurningamerki við kostnaðinn, við lakan árangur og það hvers vegna gjafar geta enn verið nafnlausir á meðan réttur barna til að þekkja uppruna sinn hafi verið festur í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Hvernig getur þetta verið svona? Jú þetta er í fyrsta lagi einkarekin heilbrigðisþjónusta sem starfar eins og önnur fyrirtæki eftir arðsemiskröfu en ekki þjónustuþörf og verðleggur þjónustuna eftir sínu höfði. Eftirliti, eins og við þekkjum vel frá annari einkarekinni heilbrigðisþjónustu, er verulega ábótavant. Ítrekað hefur komið í ljós erlendis að ákveðnir gjafar hafa verið notaðir allt of oft. Þessi ákveðni gjafi sennilega mörghundruð sinnum. Ég spyr mig á litla Íslandi, eiga mín börn tugi systkina hér á landi þar sem engin þeirra getur rakið uppruna sinn? Er það í lagi?“ spyr Jódís.
Frjósemi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Tölvuleikir bæta sjón Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira