Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 10. desember 2025 17:52 Sveinn Óskar Sigurðsson, til vinstri, er varamaður í stjórn Rúv. Vísir/Vilhelm Varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins á vegum Miðflokksins er ósáttur með ákvörðun framkvæmdastjórnar fjölmiðilsins um að taka ekki þátt í Eurovision. Hann gagnrýnir að ákvörðunin hafi verið tekin af framkvæmdastjórninni sjálfri og segir Rúv stuðla að sundrung í stað sameiningar. „Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn. Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
„Mér finnst afgreiðsla málsins afar sérstök. Í því fyrsta lá fyrir tillaga sem átti að taka fyrir af stjórn Rúv. Hún var ekki tekin fyrir, hvers vegna? Vegna þess að framkvæmdastjórn var búin að taka þá ákvörðun að Rúv myndi ekki taka þátt í Eurovision,“ segir Sveinn Óskar Sigurðsson, varamaður í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann segir að um pólitíska ákvörðun sé að ræða og syrgir að slíkur gleðiviðburður líkt og Eurovision yrði tekinn frá landsmönnum. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði eftir fundinn að hann hefði tekið ákvörðunina og kynnt stjórninni. Hann sagði að ákvörðunin væri einungsi dagskrártengd, en ekki pólitísk. „Það er heilmikil þátttaka í að fá að taka þátt í forkeppninni hérna heima og fara svo út, þetta unga fólk fær ekki þetta tækifæri,“ segir Sveinn Óskar og bendir á að fjöldi ungs listafólks sækist eftir því að taka þátt til að koma sér á framfæri og hafa af því tekjur. „Það eru margir sem mótmæla því að Rúv taki þátt í Eurovision, meðal þeirra margir sem hafa tekið þátt í Eurovision. Það er fjöldi annarra styrjalda sem hafa átt sér stað og það er ærin ástæða til að rifja upp hvers vegna fólk var að taka þátt þá.“ Atburður á tónlistarhátíð sem valdi því að Ísland taki ekki þátt í tónlistarhátið „Það er verið að taka ákvörðun um að taka ekki þátt í söngvakeppni, söngvakeppni sem á að sameina Evrópu og fólk og það er atburður sem varð á tónlistarhátíð sem veldur því að við erum ekki að fara taka þátt í tónlistarhátíð,“ segir Sveinn Óskar. Þá sé tilefni til að huga að framtíð Íslands í Eurovision, hvort að þessi ákvörðun leiði til þess að Ísland hætti alfarið í keppninni. „Við skulum ekki gleyma því að Ísrael á andstæðinga við stjórnvöld þar heima við eins og við eigum andstæðinga við stjórnvöld hérna, þetta er lýðræðisríki. Það er fólk einnig í stjórnarandstöðu sem myndi hugsanlega vilja taka þátt í Eurovision til að mótmæla sínum stjórnvöldum heima við. Við vitum ekkert hvernig þeir munu tjalda því fram í grundvallaratriðum,“ segir hann. Hann tekur fram að hörmulegir atburðir séu jafnframt að eiga sér stað á Gasaströndinni í Palestínu. „En eftir stendur að við verðum að taka afstöðu um friðinn, ánægjuna og gleðina sem fylgir söngnum. Markmiðið með Eurovision er að sameina.“ Þá sé hlutverk Rúv að taka þátt í menningarviðburðum en með þessu stuðli þau að sundrung. „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið. Eins og dagskráin er að verða þá eru þetta ein leiðindin í viðbót sem á að sameina Evrópu og sameina fólk,“ segir Sveinn.
Eurovision 2026 Eurovision Ríkisútvarpið Tónlist Miðflokkurinn Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent