Sport

Dag­skráin í dag: Blikar og Íslendingalið  í Evrópu, HM í pílu og Bónus deildin

Aron Guðmundsson skrifar
Luke Littler er ríkjandi heimsmeistari í pílukastinu. Nær hann að verja titilinn?
Luke Littler er ríkjandi heimsmeistari í pílukastinu. Nær hann að verja titilinn?

Líkt og fyrri daginn er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld. Breiðablik á leik í Evrópudeildinni í fótbolta og þá eru leikir á dagskrá Bónus deildar karla í körfubolta. 

Evrópuboltinn

Klukkan korter í sex í kvöld hefst leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í fótbolta á Laugardalsvelli. Bæði lið eru án sigurs í keppninni en eiga enn tölfræðilega séð, möguleika á því að tryggja sig áfram á næsta stig keppninnar en þurfa að ná í sigur í kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.

Þá er Albert Guðmundsson einnig í eldlínunni í Sambandsdeildinni með Fiorentina sem tekur á móti Dinamo Kiyv í leik sem er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport 2 og hefst einnig klukkan korter í sex.

Hákon Arnar Haraldsson verður svo væntanlega á sínum stað á miðjunni hjá Lille sem heimsækir Young Boys í Evrópudeildinni í fótbolta. Sá leikur hefst líka klukkan korter í sex og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport.

Seinna um kvöldið mun Basel taka á móti Aston Villa í Evrópudeildinni í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan átta og á sama tíma á Sýn Sport 2 mætast Shelbourne og Crystal Palace. 

Bónus deildin í körfubolta

Þá er leikið í Bónus deild karla í körfubolta og hefjast allir leikir þar klukkan korter yfir sjö.

Á Sýn Sport Ísland 5 tekur topplið Grindavíkur á móti nýliðum Ármanns í leik sem hefst klukkan korter yfir sjö. 

KR og ÍR, lið sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina mætast svo á Meistaravöllum í leik sem hefst klukkan korter yfir sjö og verður sýndur á Sýn Sport Ísland 4.

Á Sýn Sport Ísland 3 taka nýliðar ÍA á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Stjörnunnar. 

Valsmenn taka svo á móti Keflvíkingum í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland 2. 

Skiptiborðið verður á sínum stað á Sýn Sport Íslands þar sem að körfuboltaþyrstir geta fylgst með öllu því helsta úr leikjum kvöldsins á meðan að sérfræðingar stöðvarinnar rýna í stöðuna. 

World Darts Championship

HM í pílukasti í Ally Pally hefst svo í kvöld! Ómissandi hluti af jólum landsmanna, Páll Sævar Guðjónsson mun lýsa leikjum kvöldsins en bein útsending hefst klukkan tíu mínútur í átta. 

Big Ben 

Klukkan korter yfir tíu í kvöld er íþrótta- og spjallþátturinn Big Ben, í umsjón Guðmundar Benediktssonar svo á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×