Innlent

Gummi Emil tekinn í skýrslu­töku lög­reglu

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gummi birtir mynd af sér ásamt Villa Vill.
Gummi birtir mynd af sér ásamt Villa Vill.

Guðmundur Emil Jóhannsson einkaþjálfari og samfélagsmiðlastjarna kveðst hafa verið tekinn í skýrslutöku hjá lögreglu eftir að hann birti mynd af sér með tvær óhlaðnar veiðibyssur.

Einkaþjálfarinn greinir frá þessu í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar birtir hann mynd af sér ásamt lögmanninum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni fyrir utan lögreglustöðina. „Ég var tekinn í skýrslutöku eftir að hafa postað mynd af mér með tveimur óhlönðum veiðibyssum innan veiðisvæðis,“ skrifar einkaþjálfarinn.

Hann segir lögregluna hafa gert símann sinn upptækan, hann búist ekki við því að fá hann aftur fyrr en eftir einhverja mánuði. Þá bætir Gummi því við að lögreglan hafi sett út á Instagram myndband þar sem hann braut spegil og spyr hvort menn hafi engan húmor lengur.

„Ég tek fulla ábyrgð á lífi mínu og öllu sem gerist í kringum mig. Þakka lögreglunni – fyrir að halda mér á tánum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×