Innlent

Lagt til að hreindýra­kvóti aukist hressi­lega

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Hreindýr hafast við í hjörðum á austanverðu landinu.
Hreindýr hafast við í hjörðum á austanverðu landinu. Vísir/Vilhelm

Náttúrustofa Austurlands leggur til að heimilt verði að veiða 936 hreindýr á komandi veiðitímabili, sem er um fjörutíu prósent aukning frá síðasta veiðitímabili. Sérfræðingur segir að vel hafi gengið að telja dýrin í sumar og því hafi óvissu um stærð stofnsins verið eytt.

Frá þessu er greint á vef Austurfréttar, en þar segir að Náttúrustofan hafi skilað af sér tillögunum í gær til umhverfis-, loftslags- og orkumálaráðherra, sem tekur endanlega ákvörðun um kvótann.

Hálfdán Helgi Helgason, annar höfunda skýrslunnar, segir að talningar hafi gengið vel í sumar og þar með hafi tekist að eyða óvissu um stofnstærðina.

Veiðar á törfum verða leyfðar frá 15. júlí til 15. september en veiðar á kúm frá 1. ágúst til 20. september.

Áfram er lagt til að kálfar og veturgamlir tarfar verði friðaðir.

Nánar á vef Austurfréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×