Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. desember 2025 21:09 Brigitte Macron kallaði mótmælendurna „sales connes“ EPA Forsetafrú Frakka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir að kalla femíníska mótmælendur „sales connes“, sem mætti lauslega þýða sem skítugar eða heimskar tíkur. Fjöldi frægra Frakka og stjórnmálamanna af vinstri vængnum hafa gagnrýnt hana. Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron Frakklandsforseta, var á sunnudagskvöld stödd í leikhúsi á sýningu franska leikarans og grínistans Ary Abittan. Kvöldið áður höfðu nokkrir mótmælendur truflað sýningu Abittan með því að öskra yfir salinn „Abbitan, nauðgari“. Leikarinn var sakaður um að hafa brotið á 23 ára gamalli konu í október árið 2021. Eftir nokkurra ára rannsókn var málið fellt niður þar sem ekki lágu fyrir næg sönnunargögn. Fyrir sýninguna á sunnudag spurði Brigitte Abittan hvernig honum liði. Hann svaraði að hann væri hræddur og kallaði Brigitte mótmælendurna níðyrði á frönsku sem þýða má sem heimskar eða skítugar tíkur. Þá bætti hún við að ef mótmælendurnir létu sjá sig yrði þeim hent út samkvæmt The Guardian. Hughreyta taugaóstyrkan leikara Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúnnar segir að hún hafi einfaldlega verið að reyna róa Abittan niður þar sem hann hafi verið afar taugaóstyrkur. Brigitte hafi ekki verið að mótmæla málstaðnum en hún væri hins vegar ósammála aðferðum mótmælendanna sem komu í veg fyrir að leikarinn steig á svið. Mótmælendurnir voru á vegum femínísku samtakanna Nous Toutes, Við Öll, og sögðu forsvarsmenn að þau hefðu verið að mótmæla refsingarleysi í kynferðisbrotamálum. „Við fordæmum staði sem rúlla út rauða dreglinum fyrir menn sem eru sakaðir um nauðgun og geri þar með kynbundið og kynferðislegt ofbeldi eðlilegt. Þetta er opinber móðgun við fórnarlömbin. Þolendur, við trúum ykkur. Nauðgarar, við fyrirgefum ykkur ekki,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Stjórnmálamenn af vinstri vængnum hafa einnig gagnrýnt orðanotkun forsetafrúarinnar. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakka, sagði að um dónaskap væri að ræða. Marine Tondelier, leiðtogi Græningja, sagði að ummælin væru mjög alvarleg. Frægir Frakkar, líkt og leikkonan og leikstjórinn Judith Godreche og söngvarinn Camélia Jordana hafa einnig gagnrýnt forsetafrúna og styðja mótmælendurna. Frakkland Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron Frakklandsforseta, var á sunnudagskvöld stödd í leikhúsi á sýningu franska leikarans og grínistans Ary Abittan. Kvöldið áður höfðu nokkrir mótmælendur truflað sýningu Abittan með því að öskra yfir salinn „Abbitan, nauðgari“. Leikarinn var sakaður um að hafa brotið á 23 ára gamalli konu í október árið 2021. Eftir nokkurra ára rannsókn var málið fellt niður þar sem ekki lágu fyrir næg sönnunargögn. Fyrir sýninguna á sunnudag spurði Brigitte Abittan hvernig honum liði. Hann svaraði að hann væri hræddur og kallaði Brigitte mótmælendurna níðyrði á frönsku sem þýða má sem heimskar eða skítugar tíkur. Þá bætti hún við að ef mótmælendurnir létu sjá sig yrði þeim hent út samkvæmt The Guardian. Hughreyta taugaóstyrkan leikara Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetafrúnnar segir að hún hafi einfaldlega verið að reyna róa Abittan niður þar sem hann hafi verið afar taugaóstyrkur. Brigitte hafi ekki verið að mótmæla málstaðnum en hún væri hins vegar ósammála aðferðum mótmælendanna sem komu í veg fyrir að leikarinn steig á svið. Mótmælendurnir voru á vegum femínísku samtakanna Nous Toutes, Við Öll, og sögðu forsvarsmenn að þau hefðu verið að mótmæla refsingarleysi í kynferðisbrotamálum. „Við fordæmum staði sem rúlla út rauða dreglinum fyrir menn sem eru sakaðir um nauðgun og geri þar með kynbundið og kynferðislegt ofbeldi eðlilegt. Þetta er opinber móðgun við fórnarlömbin. Þolendur, við trúum ykkur. Nauðgarar, við fyrirgefum ykkur ekki,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Stjórnmálamenn af vinstri vængnum hafa einnig gagnrýnt orðanotkun forsetafrúarinnar. Francois Hollande, fyrrverandi forseti Frakka, sagði að um dónaskap væri að ræða. Marine Tondelier, leiðtogi Græningja, sagði að ummælin væru mjög alvarleg. Frægir Frakkar, líkt og leikkonan og leikstjórinn Judith Godreche og söngvarinn Camélia Jordana hafa einnig gagnrýnt forsetafrúna og styðja mótmælendurna.
Frakkland Kynbundið ofbeldi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira