Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2025 10:51 Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur beðið þingmenn afsökunar á ummælum sínum sem hún lét falla í síðustu viku. Vísir/Anton Brink Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir því að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, myndi biðja Alþingi formlega afsökunar vegna ummæla sem hún lét falla í þingsal í síðustu viku. Þingflokksformennirnir nýttu tækifærið til að kalla eftir afsökunarbeiðni Þórunnar við upphaf þingfundar í morgun. Þórunn brást í kjölfarið við með því að biðjast afsökunar. Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira
Þórunni varð heitt í hamsi á þingfundi síðastliðin föstudag og lét ófögur orð falla í garð stjórnarandstöðunnar í heyranda hljóði í Alþingishúsinu. Ummælin rötuðu í fréttir og hefur Þórunn síðan sagst iðrast orða sinna, meðal annars í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Það þótti þingmönnum stjórnarandstöðunnar ekki duga til. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, Ólafur Adolfsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Andersen, þingflokksformaður Miðflokksins stigu öll í pontu og kvöddu sér hljóðs um fundarstjórn forseta þar sem þau kölluðu eftir því að Þórunn bæðist afsökunar. Hún hafði ekki gert svo að eigin frumkvæði þegar forseti flutti tilkynningar til þingsins við upphaf þingfundar. Þegar þingflokksformennirnir höfðu allir kallað eftir afsökunarbeiðni svaraði Þórunn kallinu og sagði sér það ljúft og skylt að biðjast afsökunar á ummælunum. „Þau féllu í miklum hugaræsingi og ég biðst innilega afsökunar á því og ég bið háttvirta þingmenn alla afsökunar á þeim orðum sem hér féllu og vonast sannarlega til að ekkert slíkt hendi mig aftur hér í þingsal. Og ég bið þess að háttvirtir þingmenn taki afsökunarbeiðnina gilda. Hún er einlæg. Það hefur enginn verið jafn miður sín yfir því sem hér gerðist á föstudaginn og sú sem hér stendur. Og hér með er sú afsökunarbeiðni, sem áður hefur reyndar komið fram annars staðar, ítrekuð. Og ég biðst afsökunar á þeim ummælum sem hér féllu, einlæglega,“ sagði Þórunn. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna kölluðu eftir afsökunarbeiðninni og svar Þórunnar við því ákalli. Sömuleiðis brugðust tveir þingmenn til viðbótar við eftir að Þórunn hafði beðist afsökunar svo athygli vakti líkt og sjá má í klippunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Innlent Fleiri fréttir Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Skilur vonbrigðin en hafnar því að hafa tekið óupplýsta ákvörðun Fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning Vatnshæðin aðeins lækkað í Skaftá „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Húsbrot og líkamsárás Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Sjá meira