Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. desember 2025 23:11 Feðgarnir reka síðasta loðdýrabúið á Íslandi. Vísir/Sigurjón Síðasti loðdýrabóndinn sem er eftir á Íslandi segist fara hvergi og er vongóður um að bjartari tímar séu framundan. Íslendingar verði að vakna og koma bændum til varnar en fimm loðdýrabændur hættu starfsemi í lok nóvember. Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“ Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Greint er frá því í nýjasta tölublaði Bændablaðsins að fimm loðdýrabú á Suðurlandi séu nú öll hætt starfsemi. Formaður loðdýrabænda segir fjárhagslegan grundvöll brostinn, minkaeldið hafi verið rekið með tapi og nú sé því sjálfhætt og þrjátíu þúsund dýrum því slátrað. Eftir stendur eitt bú, Dalsbúið í Helgadal í Mosfellssveit sem Ásgeir Pétursson hefur rekið í tæp fjörutíu ár og hann því orðinn síðasti loðdýrabóndinn á Íslandi. Sér á eftir kollegum „Mér þykir það mjög miður. Ég sé eftir öllum þessum bændum, bæði þeim sem voru með mér hérna í upphafi og þeim sem hafa ákveðið að hætta núna, ég veit þeir hættu ekki með glöðu geði.“ Heimsfaraldurinn hafi verið sérlega erfiður tími og Úkraínustríðið sett strik í reikninginn. Ásgeir telur bjartari tíma framundan, skinnin seljist öll til Finnlands og þar hafi nýverið orðið vendingar. „Skinnaverðið er á leiðinni upp aftur, þess vegna finnst mér hræðilegt að vinir mínir á Suðurlandi hafi orðið að gefast upp.“ Hann segir grundvallaforsendu loðdýraræktunar vera þá að fara vel með dýrin og blæs á gagnrýni um dýravelferð. „Eins og þið sjáið þetta eru falleg skinn sem við verkum. Þetta er algjör misskilningur. Við förum mjög vel með dýrin okkar, ef við förum ekki vel með dýrin okkar þá fáum við ekki afurðir frá þeim.“ Fylgist vel með Þannig segist Ásgeir þekkja hvert einasta dýr. Hann segir tískuna breytast hratt og hann þurfi að fylgjast vel með, nú séu náttúrulegri litir í tísku. „Hvítu skinnin voru mjög vinsæl, sérstaklega hjá Kínverjum því þeir lituðu þetta i allskonar litum eins og rauðu, grænu, bleiku og ýmsum öðrum svona litum.“ Íslendingar verða að sögn Ásgeirs að styðja betur við bakið á bændum, en Ásgeir segist ekki á þeim buxunum að hætta eftir tæp sextíu ár í faginu. „Ég held áfram, ég er með þrælduglegan son með mér, 23 ára gamlan og hann er mjög áhugasamur um þetta og öflugur drengur, duglegur.“ Sá er klár. „Það væri nú gott að skapa gjaldeyri fyrir landið í staðinn fyrir að senda hann út. Þú hefur gaman af þessu? Mjög svo. Þetta er lífsstarfið sem mig langar í.“
Landbúnaður Dýr Loðdýrarækt Mosfellsbær Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira