Sport

Dag­skráin í dag: Salah-lausir Liverpool-menn í Mílanó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool hefur gengið illa að undanförnu og stærsta stjarna liðsins, Mohamed Salah, hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir jafnteflið við Leeds United á laugardaginn. Egyptinn ferðaðist ekki með Liverpool-liðinu til Mílanó þar sem það mætir Inter í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Liverpool hefur gengið illa að undanförnu og stærsta stjarna liðsins, Mohamed Salah, hleypti öllu í bál og brand með ummælum sínum eftir jafnteflið við Leeds United á laugardaginn. Egyptinn ferðaðist ekki með Liverpool-liðinu til Mílanó þar sem það mætir Inter í mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld. getty/Robbie Jay Barratt

Nóg er um að vera á sportrásum Sýnar í dag. Meistaradeild Evrópu verður fyrirferðamikil en 6. umferð deildarkeppninnar hefst í dag.

Sýn Sport

Klukkan 12:55 verður sýnt beint frá viðureign PSV Eindhoven og Atlético Madrid í Meistaradeild Evrópu ungmenna.

Klukkan 14:55 hefst bein útsending frá leik Inter og Liverpool í Meistaradeild ungmenna.

Klukkan 17:50 er komið að VARsjánni þar sem farið verður yfir allt það helsta í ensku úrvalsdeildinni á léttu nótunum.

Klukkan 19:30 hefst bein útsending frá Meistaradeildarmessunni þar sem hitað verður upp fyrir leiki kvöldsins og síðan fylgst með þeim öllum samtímis.

Klukkan 22:00 verður farið yfir allt það helsta úr leikjum dagsins í Meistaradeildinni í Meistaradeildarmörkunum.

Klukkan 23:45 er komið að Lokasókninni þar sem farið verður yfir sviðið í NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Sýn Sport 2

Klukkan 15:20 hefst bein útsending frá viðureign Kairat Almaty og Olympiacos í Meistaradeild ungmenna.

Klukkan 19:50 verður sýnt beint frá leik Tottenham og Slavia Prag í Meistaradeildinni.

Sýn Sport 3

Klukkan 19:50 er komið að beinni útsendingu frá leik Atalanta og Chelsea í Meistaradeildinni.

Sýn Sport 4

Klukkan 19:50 verður sýnt beint frá leik PSV og Atlético Madrid í Meistaradeildinni.

Sýn Sport 5

Klukkan 19:50 hefst bein útsending frá leik Union Saint-Gilloise og Marseille í Meistaradeildinni.

Sýn Sport Viaplay

Klukkan 17:35 er komið að beinni útsendingu frá viðureign Bayern München og Sporting í Meistaradeildinni.

Klukkan 19:50 hefst bein útsending frá leik Inter og Liverpool í Meistaradeildinni.

Klukkan 00:05 verður sýnt beint frá leik Montreal Canadiens og Tampa Bay Lightning í NHL-deildinni í íshokkí.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 19:05 verður sýnt beint frá viðureign Ármanns og Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Sýn Sport Ísland 2

Klukkan 19:05 hefst bein útsending frá leik Hamars/Þórs og Keflavíkur í Bónus deild kvenna.

Sýn Sport Ísland 3

Klukkan 19:05 er komið að beinni útsendingu frá leik Hauka og KR í Bónus deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×